Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Kærar þakkir
Föstudagur 7. september 2012 kl. 21:11

Kærar þakkir

Hver hefði trúað því að smá hátíð sem haldin var í Reykjanesbæ fyrir rúmlega 12 árum síðan, í tilefni af því að Reykjavíkurborg var Menningarborg Evrópu, myndi enda sem ein af stærstu hátíðum landsins. Það er undravert hversu vel hefur tekist til og það ber að þakka öllum þeim sem hafa í gegnum tíðina gert Ljósanótt að þeirri hátíð sem hún er og hefur vakið athygli um allt land.
Ekki er ætlunin að telja allt hér sem vel hefur verið gert í gegnum tíðina en ljóst er að  þátttaka heimamanna hefur gert hátíðina að því sem hún er.
Heimamenn hafa í gegnum tíðina sett svip sinn á hátíðina með þátttöku sinni og skapað þá stemmingu sem ríkir í Reykjanesbæ þá fjóra daga sem hátíðin stendur.
Ekki síður eiga allir þeir starfsmenn sem gera þetta mögulegt kærar þakkir fyrir þeirra hlut en þeirra hlutur er oftast nær ekki svo vel sýnilegur en samt sem áður jafn mikilvægur og allt annað.

Kærar þakkir fyrir frábæra hátíð

Friðjón Einarsson
Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024