Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Júlíus Helgi sækist eftir 2.-4. sæti
Föstudagur 13. október 2006 kl. 08:56

Júlíus Helgi sækist eftir 2.-4. sæti

Júlíus Helgi Einarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2.- 4. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.

Júlíus er 49 ára og býr með fjölskyldu sinni í Sandgerði. Hann er í stjórn Samfylkingarinnar þar í bæ og situr nú í byggingarnefnd. Júlíus er múrarameistari að mennt en auk þess lauk hann námi frá Tölvuháskóla Verslunarskóla Íslands árið 1990.

Júlíus starfaði fram að þeim tíma sem múrarameistari síðan í 7 ár sem skrifstofustjóri hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis, Fiskifélagi Íslands í eitt og hálft ár en rekur nú eigið fyrirtæki á sviði upplýsingatækni. Júlíus hefur verið í Neyðarnefnd Rauða krossins á Suðurnesjum sl. 10 ár.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024