Jónína hættir 2002
Jónína A. Sanders ætlar ekki að gefa kost á sér í næstu bæjarstjórnarkosningum vorið 2002 en hún hefur verið fulltrúi Sjálfstæðiflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar og formaður bæjarráðs síðan 1994.
„Ég er nú í mastersnámi M.B.A. í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Ég lýk því námi 2002 og hef áhuga á í framhaldi af því að snúa mér að öðrum verkefnum. Þessi ár sem ég hef verið í bæjarstjórn hafa verið bæði lærdómsrík og skemmtileg og mun ég kveðja þennan vettvang með miklum söknuði“, segir Jónína um ástæður afsagnar sinnar.
Hvað finnst þér hafa verið stærstu málin sem þú hefur átt þátt í að vinna að undanfarin ár?
„Árið 1994 var atvinnuleysi mikið á Suðurnesjum og tókst okkur með sameiginlegu átaki, að snúa vörn í sókn. Sá árangur stendur upp úr þegar litið er til baka. Einnig hefur verið mikil uppbygging í skóla- og íþróttamálum í bæjarfélaginu.“
„Ég er nú í mastersnámi M.B.A. í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Ég lýk því námi 2002 og hef áhuga á í framhaldi af því að snúa mér að öðrum verkefnum. Þessi ár sem ég hef verið í bæjarstjórn hafa verið bæði lærdómsrík og skemmtileg og mun ég kveðja þennan vettvang með miklum söknuði“, segir Jónína um ástæður afsagnar sinnar.
Hvað finnst þér hafa verið stærstu málin sem þú hefur átt þátt í að vinna að undanfarin ár?
„Árið 1994 var atvinnuleysi mikið á Suðurnesjum og tókst okkur með sameiginlegu átaki, að snúa vörn í sókn. Sá árangur stendur upp úr þegar litið er til baka. Einnig hefur verið mikil uppbygging í skóla- og íþróttamálum í bæjarfélaginu.“