Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 15. apríl 1999 kl. 13:01

JÓN GRÖNDAL SKRIFAR: BREYTTAR LÍFSSKOÐANIR EÐA FRAMSÆKNIR FLOKKAR

Eins og fólki má vera ljóst af skrifum mínum í síðasta blaði og kannski eftir skrif mín til stuðnings Skúla Skúlasyni fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar hef ég ákveðið að styðja Framsóknarflokkinn í alþingiskosningunum sem framundan eru. Þetta er ekki ákvörðun sem ég í skyndi eða að óathuguðu máli. Þetta á sér langan aðdraganda og lífsskoðanir mínar hafa ekki breyst. Ég hef starfað í 25 ár með Alþýðuflokknum og finnst tími til að breyta til enda allt flokkakerfið að breytast og riðlast. Lífsskoðanir(millifyrirsagnir) Það er ekki auðvelt að losa um ræturnar eftir 25 ár. En ef við höldum samlíkingunni áfram þá kemur að því að tréð ber ekki lengur ávöxt og þá er helst til ráða að höggva það, taka græðling og róta hann eða reyna ágræðslu. Að þessum tímapunkti er komið hjá mér. Kjarni lífsskoðanna minna eru öfgaleysi, víðsýni, alþjóðahyggja og stuðningur við Nato. Einnig umhyggja fyrir þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Ég er á móti óheftri auðhyggju og vil efla samvinnuhugsjónina. Samvinnustefnan á mikið í mér og ég tel hana eiga fullt erindi í því samfélagi sem við lifum í. Þá vil ég standa vörð um Ríkisútvarpið og efla það. Undanfarin ár finnst mér ég hafa hætt að bera ávöxt með Alþýðuflokknum og þá er tími til að breyta til og í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa á Framsóknarflokknum á síðustu árum hef ég ákveðið að reyna ágræðslu við þá. Tíminn verður að leiða í ljós hvort sú ágræðsla tekst eða hvort ég skjóti rótum aftur sem græðlingur með hinu nýja afbrigði, Samfylkingunni. Breyttur Framsóknarflokkur Ef menn eru ekki blindaðir af flokksklafanum og hafa fylgst vel með pólitíkinni á síðustu árum verður þeim ljóst að heilmiklar breytingar hafa orðið á Framsóknarflokknum. Hann hefur á síðustu árum orðið opnari og víðsýnni og reynt að sinna hagsmunum fólksins á mölinni meira. Þróunin hófst á síðustu árum í stjórnartíð Steingríms Hermannssonar og henni hefur verið haldið stöðugt og öfgalaust áfram undir forustu Halldórs Ásgrímssonar. Hrun og niðurlæging Sambandsins hefur losað um kverkatök landsbygðarinnar og gefið flokknum lífsrými. Flokkurinn er smám saman að breyta þeirri neikvæðu ímynd almennings að flokkurinn hafi bara verið pólitískur armur Sambandsins. Nú hefur forusta flokksins opnað á að skoða aðild að Efnahagsbandalaginu og sýnt ýmis merki um aukna aþjóðahyggju. Samvinnumenn Í Framsóknarflokknum eru flestir Samvinnumennirnir sem ég hef unnið með á undanförnum árum.Ég hef í mörg ár reynt að fá Alþýðuflokkinn til að taka upp merki samvinnustefnunnar en án árangurs. Það er þó sú stefna sem á uppruna sinn og uppgang í breskri jafnaðarstefnu sem Alþýðuflokkurinn hefur oft litið til að öðru leyti. Jónas Jónsson frá Hriflu stóð að stofnun beggja flokkana. Það er kannski ekki eins langt á milli Krata og Framsóknarmanna og margir telja eftir að landsbyggðin hefur linað tök sín á Framsóknarflokknum. Miðjan og stjórnarsetan. Ég vil telja mig öfgalausan miðjumann. Kann vel við mig á miðjunni. Alþýðuflokkurinn hefur færst frá miðjunni með Samfylkingunni. Mér sýnist Framsóknarflokkurinn vera komin í þá stöðu að geta setið í Ríkstjórn hvor stóru flokkana sem myndar hana. Mér finnst það ágætt. Samfylkingin talar ekki einni röddu með afstöðuna til Nató og varnarmálanna þó yfirlýst stefna sé óbreytt. Ég er misánægður með ýmsa ráðherra Framsóknarflokksins en ég var það líka með ráðherra Alþýðuflokksins á sínum tíma. Þá finnst mér menn eins og Hjálmar Árnason vera að gera góða hluti og verðskulda stuðning. Sú breyting sem ég tel hafa orðið á Framsóknarflokknum hefur fylgt því að hann hefur fengið sínar bestu kosningar í þéttbýlinu. 2 þingmenn á Reykjanesi Steingrímur og Jóhann og þau Sif og Hjálmar. Ef stuðningurinn hér á suðvestur horninu dvínar herðast tök landsbygðarinnar að sama skapi aftur Mér finnst rétt að leggja mitt lóð á vogaskálarnar að þessu sinni til að viðhalda hinni nýju ímynd Framsóknarflokksins og efla hana hér á Reykjanesi. Með samvinnukveðju Jón Gröndal
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024