Jóhann Geirdal vill 2. sæti
Jóhann Geirdal. bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, ætlar að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi um skipan framboðslista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. "Ég ætla að stefna á annað sæti listans og finnst ég eiga erindi í landsmálin. Ég tel mig hafa góða reynslu bæði sem sveitarstjórnarmaður og eins úr verkalýðshreyfingunni," segir Jóhann Geirdal í DV í morgun.Jóhann er sjöundi kandídatinn sem gefur sér prófkjörið sem verður 9. nóvember og sá þriðji sem kemur af Reykjanesi. Hin tvö eru Sigríður Jóhannesdóttir alþingismaður og Jón Gunnarsson, oddviti í Vogum.