Jöfn tækifæri
Það er grunntónninn í lífsýn okkar jafnaðarmanna, að allir standi jafnt að vígi, þegar kemur að grundvallarréttindum. Jöfn tækifæri fyrir alla eru hinn rauði þráður í stefnu og störfum okkar. Það gerum við ekkki með forræðishyggju að leiðarljósi, þar sem öllum skal steypt í sama mótið. Þvert á móti viljum við jafnaðarmenn að hver einstaklingur fái að njóta sín. En til þess að svo megi verða, þá verða allir að njóta grundvallarþjónustu burtséð frá félagslegri eða fjárhagslegri stöðu. Af þessum ástæðum leggjum við Samfylkingarmenn þunga áherslu á að jafna möguleika barna og unglinga í grunnskólum, leikskólum og í íþrótta- og tómstundastarfi. Það gerum við ekki með almennum yfirlýsingum í þá veru, heldur með skýrum og afdráttarlausum tillögum í þá veru.
FRÍAR SKÓLAMÁLTÍÐIR
Í kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar kemur fram, að Samfylkingin stefnir að því að öll börn eigi kost á heilsdagssskóla og um leið að þar eigi þau traust og uppbyggjandi athvart í námi og leik. Um leið telur Samfylkingin eðlilegt að öll börn fái notið skólamáltíðar án endurgjalds. Því miður er það svo að fjölmörg börn geta ekki notið skólamáltíða vegna þess að foreldrar þeirra hafa ekki efni á því. Því hyggst Samfylkingin breyta og bjóða upp á fríar skólamáltíðir. Grunnskólabörn eiga að standa jöfn, þegar kemur að þjónustu innan grunnskólanna. Flóknara er það ekki.
Einnig er að finna í stefnuskránni, það markmið að öllum börnum eldri en
18 mánaða verði gefinn kostur á leikskólavist. Það er metnaðarfullt og
verðugt markmið, sem fjölskylduvænn flokkur á borð við Samfylkinguna, mun koma í framkvæmd hljóti flokkurinn til þess fylgi í kosningunum 25.maí næstkomandi.
Í þriðja lagi mun Samfylkingin gera átak, þegar kemur að möguleikum barna og unglinga til tómstunda- og íþróttastarfs. Þess verður vendilega gætt að unga fólkið í Reykjanesbæ þurfi ekki að neita sér um þátttöku í uppbyggilegu og jákvæðu starfi vegna þess að óhóflegur kostnaður geri barnmörgum fjölskyldum það erfitt.
ÁRÆÐI
Hér er aðeins drepið á þrjá þætti af fjölmörgum sem undirstrika þá jafnræðishugsun sem ræður ríkjum í stefnu og störfum Samfylkingarinnar.
Það þarf áræði og þor til að snúa vörn í sókn í okkar góða bæ. Það þarf
Samfylkinguna að stjórn bæjarins.
Ólafur Thordersen
bæjarfulltrúi.
FRÍAR SKÓLAMÁLTÍÐIR
Í kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar kemur fram, að Samfylkingin stefnir að því að öll börn eigi kost á heilsdagssskóla og um leið að þar eigi þau traust og uppbyggjandi athvart í námi og leik. Um leið telur Samfylkingin eðlilegt að öll börn fái notið skólamáltíðar án endurgjalds. Því miður er það svo að fjölmörg börn geta ekki notið skólamáltíða vegna þess að foreldrar þeirra hafa ekki efni á því. Því hyggst Samfylkingin breyta og bjóða upp á fríar skólamáltíðir. Grunnskólabörn eiga að standa jöfn, þegar kemur að þjónustu innan grunnskólanna. Flóknara er það ekki.
Einnig er að finna í stefnuskránni, það markmið að öllum börnum eldri en
18 mánaða verði gefinn kostur á leikskólavist. Það er metnaðarfullt og
verðugt markmið, sem fjölskylduvænn flokkur á borð við Samfylkinguna, mun koma í framkvæmd hljóti flokkurinn til þess fylgi í kosningunum 25.maí næstkomandi.
Í þriðja lagi mun Samfylkingin gera átak, þegar kemur að möguleikum barna og unglinga til tómstunda- og íþróttastarfs. Þess verður vendilega gætt að unga fólkið í Reykjanesbæ þurfi ekki að neita sér um þátttöku í uppbyggilegu og jákvæðu starfi vegna þess að óhóflegur kostnaður geri barnmörgum fjölskyldum það erfitt.
ÁRÆÐI
Hér er aðeins drepið á þrjá þætti af fjölmörgum sem undirstrika þá jafnræðishugsun sem ræður ríkjum í stefnu og störfum Samfylkingarinnar.
Það þarf áræði og þor til að snúa vörn í sókn í okkar góða bæ. Það þarf
Samfylkinguna að stjórn bæjarins.
Ólafur Thordersen
bæjarfulltrúi.