Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Jarðauðlindin verði þjóðareign
Þriðjudagur 11. janúar 2011 kl. 00:52

Jarðauðlindin verði þjóðareign

Ég vil beita mér fyrir að ríkið geti eignast jarðauðlindir sem Reykjanesbær keypti af HS orku, þannig verði þær þjóðareign. Ég skynja að ýmsir virðast telja eignarhald sveitarfélaga á jarðauðlindinni ekki hið sama og að ríkið eigi hana, hún verði aðeins „þjóðareign“ ef ríkið á hana.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ég er hlynntur því að jarðauðlindir og sjávarauðlindir séu þjóðareign. Ég efast um að það þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu til að koma því við, sýnist flestir vera því sammála. Samt þarf að huga að t.d. bændum sem hafa verið að nýta landið sitt og virkja það í litlum mæli. Á ríkið líka að taka þær jarðauðlindir yfir?

Ríkisstjórnin setti lög 2008 sem skipta upp rekstri orkufyrirtækja í virkjanir og veitustarfsemi, leyfði einkaaðilum að eiga meirihluta í virkjunum en opinberum aðilum bara að eiga meirihluta í veitufyrirtækjum. Þegar þessi lög fóru í gegn tryggði Reykjanesbær að jarðauðlindin sem HS orka nýtir í virkjun á Reykjanesi, færi í almannaeigu með því að bærinn keypti landið og auðlindirnar af HS orku. Sama gerði Grindavík gagnvart virkjun HS orku í Svartsengi. Ríkið gæti eignast þessar auðlindir ef forsvarsmenn sveitarfélaganna eru sammála um það.

Árni Sigfússon