Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Janúarmánuður án banaslysa í umferðinni
Fimmtudagur 1. febrúar 2007 kl. 18:07

Janúarmánuður án banaslysa í umferðinni

Það er sannarlega ástæða til að fagna því að fyrsti mánuður ársins sé án banaslysa í umferðinni. Um leið er það ábending um að enn sé langt í land hvað varðar fækkun alvarlegra slysa. Víst er að ef við værum að horfa upp alvarleg slys auk fjögurra banaslysa á fyrsta mánuði ársins eins og raunin varð á árið 2002 eða tveggja banaslysa í janúarmánuði í fyrra væri nú þegar hávær umræða um úrbætur í umferðarmálum eins og jafnan þegar slysaöldur í umferðinni ganga yfir. Í þeirra stöðu vakna oft upp óraunhæfar kröfur um skyndilausnir í stað þess að skapa raunhæfa framtíðarsýn og vinna síðan sameiginlega að settu marki.

Í Samstöðu viljum við snúa umræðu um umferðarslys við og fagna árangri þegar hann er sýnilegur í stað þess að láta einungis í okkur heyra þegar slysaöldur ganga yfir. Þótt einn mánuður eða 30 dagar sé skammur tími létust að jafnaði 2,5 einstklingar á sama tímabili í fyrra eða með aðeins12 daga millibili. Með samstöðu hefur markmið um slysalausa sýn á fyrsta mánuði ársins náðst – nú er það okkar allra að tryggja að svo verði einnig í þeim febrúar mánuði sem nú er að hefjast. Slysalaus sýn árið 2007 á þannig ekki aðeins að vera markmið heldur það takmark sem við öll leggjum okkur fram við að ná. Við þurfum að skapa baráttuanda til að fækka umferðarslysum og fagna vel þegar svo ber undir.

Ég vill sérstaklega þakka árangur þessa mánaðar lögregluembættum landsins sem hafa með áþreifanlegum hætti aukið sýnileika löggæslunnar um allt land. Einnig er ástæða að þakka þeim dagblöðum, tímaritum og öðrum sem hafa tekið undir með Samstöðu um slysalausa sýn með auglýsingabirtingum og jákvæðri umfjöllun sbr. Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra í grein sinni í Morgunblaðinu 25. janúar s.l. 

Markmið Samstöðu er að skapa trú almennings á að núverandi fjöldi bana- og alvarlegra slysa sé ekki lögmál og með samstöðu megi ná góðum árangri í þessum málaflokki. Um leið sé það hvatning til sem flestra að taka þátt í þessu mikilvæga starfi okkur öllum til heilla.

Þeir sem vilja taka þátt í fækkun slysa geta skráð sig á www.nullsyn.is

Steinþór Jónsson, formaður Samstöðu
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024