Já Ráðherra - rétt skal vera rétt
Í framhaldi af svari Oddnýjar Harðardóttur fjármálaráðherra vegna viðtals við formann gististaðanefndar SAF, Steinþór Jónsson, í Víkurfréttum vill stjórn SAF og gistastaðanefnd árétta eftirfarandi.
Línurit fjármálaráðherra er fjarri raunveruleikanum enda byggist vísitala 1121 eingöngu á verðkönnun fyrir einstaklinga á 5-10 gististöðum með áherslu á íslenska markaðinn, og þá oftast listaverð sem víða er lítið notað. Hér að neðan setjum við því annað línurit til glöggvunar.
Línurit sem fjármálaráðherra birti með svari sínu og byggist á þessari vísitölu nr. 1121
Línuritið hér að neðan sýnir raunverð hótela hér á landi síðustu ár unnar af STR Global sem er alþjóðlegt fyrirtæki, sem heldur utan um tölfræðilegar upplýsingar m.a. nýtingu og meðalverð í öllum heimsálfum. Hér eru þessar rauntölur settar inn til samræmis við neysluvísitölu og sýna allt aðra mynd.
Þessar rauntölur sýna að fylgni gistiverðs er í fullu samræmi við neysluvísitölu enda sjá allir talnaglöggir aðilar að gríðurleg frávik frá neyslusvísitölu gætu ekki staðist. Þessar niðurstöður munum við nú kynna fjármálaráðherra og hennar ráðuneyti. Ef forsendur fjármálaráðuneytisins byggðust á þessi fyrri mynd er ljóst að áform um hækkun virðisaukaskatts hefur verið tekin á röngum forsendum og hlýtur því að endurskoðast.
Frá stjórn SAF og gististaðanefnd