Íþróttir - forvarnir - skólinn
Ekkert er bæjarfélagi dýrmætara en heilbrigð æska. Má mikið á sig leggja til að stuðla að vexti hennar. Fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar setti Framsóknarflokkurinn í öndvegi að skipuleggja einsetinn grunnskóla í samstarfi skóla, heimila, íþróttafélaga og tómstundafélaga. Með sanni má segja að á þessu kjörtímabili hafi mikill árangur náðst og er gaman að heyra fólk úr öðrum sveitarfélögum vitna til Reykjanesbæjar sem góðrar fyrirmyndar. En við viljum gera enn betur.Íþróttir inn í skólana.
Vel hefur tekist til með samastarf grunnskóla og tónlistarskóla þar sem stundatöflur beggja eru felldar saman hjá yngstu kynslóðinni. Þetta hefur komið sér vel fyrir alla aðila og gert námið markvissara. Ég tel eðlilegt að við skoðum að nota svipað model fyrir íþróttirnar. Í einsetnum grunnskóla er eðlilegt að skipuleggja skóladaginn samfelldan, þannig að börnin njóti hins besta allan daginn. Enginn efast um forvarnargildi íþrótta. Rekstur og skipulag yngri flokka hefur af ýmsum ástæðum ekki verið sem skyldi. Úr þessu má bæta með markvissu samstarfi skóla og íþróttahreyfingar. Mér finnst eðlilegt að yngstu börn grunnskólans fái á skóladeginum kennslu í hinum ýmsu greinum íþrótta. Þannig má tvinna saman hollri hreyfingu og kynningu á helstu íþróttagreinum án þess að keppni sé meginatriði. Jafnframt á að gera meiri kröfur um menntun þjálfara barna, enda hefur bæjarstjórn, fyrir frumkvæði Framsóknarflokksins, sett 7 milljónir króna í fjárhagsáætlun til að aðstoða íþróttahreyfingun við að greiða menntuðum og reynslumiklum þjálfurum barna laun. Með því móti má leysa margt í senn. Fleiri börn kynnast íþróttagreinum við hæfi, fá faglega þjálfun, styrkja sig líkamlega, forvarnir aukast, álagi er létt af íþróttafélögum og börnin geta sinnt hollum og fjölbreytilegum íþróttum á skólatíma.
Samfelldur skóladagur.
Með frekari útfærslu á einsetnum grunnskóla má gera vinnudag barna samfelldan. Hluti þess tíma fer í hefbundið nám, hluti í tónlistarnám, íþróttir, heimanám, leik og störf. Aðstæður eru til staðar, þökk sé metnaðarfullum starfsmönnum skólanna. Þannig má draga úr þeytingi foreldra með yngstu börnin eftir vinnudag á milli bæjarhluta og fjölskyldan fær fyrir vikið betri tíma til samveru. Með sanni má segja að þar sé um öfluga forvarnarstefnu að ræða. enda leggjum við, frambjóðendur Framsóknarflokksins, kapp á að efla forvarnir á öllum sviðum. Íþróttir við hæfi allra eru góð forvörn. Það á að vera stolt hvers bæjarfélags að eiga gott íþróttafólk og íþróttafélagið á að vera bæjarfélagi sínu til sóma. Miklvægt er að sérhver einstaklingur finni sér þá íþróttagrein sem honum best hentar. Að þessu viljum við stuðla og þannig styrkja fjölskyldu- og forvarnarmál í Reykjanesbæ.
Magnús Daðason,
Höfundur er formaður foreldrafélags Heiðarskóla,
Mikill áhugamaður um íþróttir og skipar
6. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ.
Vel hefur tekist til með samastarf grunnskóla og tónlistarskóla þar sem stundatöflur beggja eru felldar saman hjá yngstu kynslóðinni. Þetta hefur komið sér vel fyrir alla aðila og gert námið markvissara. Ég tel eðlilegt að við skoðum að nota svipað model fyrir íþróttirnar. Í einsetnum grunnskóla er eðlilegt að skipuleggja skóladaginn samfelldan, þannig að börnin njóti hins besta allan daginn. Enginn efast um forvarnargildi íþrótta. Rekstur og skipulag yngri flokka hefur af ýmsum ástæðum ekki verið sem skyldi. Úr þessu má bæta með markvissu samstarfi skóla og íþróttahreyfingar. Mér finnst eðlilegt að yngstu börn grunnskólans fái á skóladeginum kennslu í hinum ýmsu greinum íþrótta. Þannig má tvinna saman hollri hreyfingu og kynningu á helstu íþróttagreinum án þess að keppni sé meginatriði. Jafnframt á að gera meiri kröfur um menntun þjálfara barna, enda hefur bæjarstjórn, fyrir frumkvæði Framsóknarflokksins, sett 7 milljónir króna í fjárhagsáætlun til að aðstoða íþróttahreyfingun við að greiða menntuðum og reynslumiklum þjálfurum barna laun. Með því móti má leysa margt í senn. Fleiri börn kynnast íþróttagreinum við hæfi, fá faglega þjálfun, styrkja sig líkamlega, forvarnir aukast, álagi er létt af íþróttafélögum og börnin geta sinnt hollum og fjölbreytilegum íþróttum á skólatíma.
Samfelldur skóladagur.
Með frekari útfærslu á einsetnum grunnskóla má gera vinnudag barna samfelldan. Hluti þess tíma fer í hefbundið nám, hluti í tónlistarnám, íþróttir, heimanám, leik og störf. Aðstæður eru til staðar, þökk sé metnaðarfullum starfsmönnum skólanna. Þannig má draga úr þeytingi foreldra með yngstu börnin eftir vinnudag á milli bæjarhluta og fjölskyldan fær fyrir vikið betri tíma til samveru. Með sanni má segja að þar sé um öfluga forvarnarstefnu að ræða. enda leggjum við, frambjóðendur Framsóknarflokksins, kapp á að efla forvarnir á öllum sviðum. Íþróttir við hæfi allra eru góð forvörn. Það á að vera stolt hvers bæjarfélags að eiga gott íþróttafólk og íþróttafélagið á að vera bæjarfélagi sínu til sóma. Miklvægt er að sérhver einstaklingur finni sér þá íþróttagrein sem honum best hentar. Að þessu viljum við stuðla og þannig styrkja fjölskyldu- og forvarnarmál í Reykjanesbæ.
Magnús Daðason,
Höfundur er formaður foreldrafélags Heiðarskóla,
Mikill áhugamaður um íþróttir og skipar
6. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ.