Íþróttabærinn er ekki sjálfskapaður!
Úrslitakeppnin um Íslandsmeistaratitilinn í Körfubolta sem fram fer í Reykjanesbæ sannar svo að ekki verður um villst að Reykjanesbær er öflugur íþróttabær. Margar aðrar íþróttir, s.s. sund, fótbolti, fimleikar og golf eru ekki síður öflugar. Við eigum góð hús og svæði, höfum verið að bæta við B-salinn hjá Keflavík undir fimleika og ljúkum því verkefni eftir nokkrar vikur. Við höfum stækkað íþróttasalinn við Heiðarskóla til að gera hann að löglegum körfuboltavelli. Sundlaugin þar var líka gerð í sömu stærð og sundlaug Njarðvíkur og hún sérútbúin fyrir fatlaða. Þá hafa verið settir upp upphitaðir og upplýstir sparkvellir við alla grunnskólana. Við munum ljúka framkvæmdum við Íþróttamiðstöð Njarðvíkur á næsta ári og hefja byggingu innisundlaugar við Sundmiðstöðina við Sunnubraut árið eftir.
Reykjanesbær er ekki sjálfskapaður íþróttabær. Það hefur þurft framsýni, dugnað og áræðni til að ná árangri.
Möguleikar Reykjaneshallarinnar
Bygging Reykjaneshallar sem fjölnotahúss var á meðal verkefna bæjarins á síðasta kjörtímabili og hún tekin í notkun í febrúar 2000. Hún kom til af því að það vantaði íþróttahús. Fjölnotahús hafði skapað byltingu í íþróttamálum á norðurlöndunum. Með fjölnotahúsinu hér skapaðist aðstaða til að taka fótboltann algjörlega út úr hinum íþróttahúsunum og nýta þau þá betur undir aðrar íþróttir.
Það þurfti áræðni og baráttu til að koma Reykjaneshöll á borðið. Þetta var ný hugmynd hér á landi. Samfylkingin var á móti. En nú virðast vera breyttir tímar hjá Samfylkingarmönnum, allavega í öðrum sveitarfélögum. Nú er verið að byggja fjölnotahús í Kópavogi, Reykjavík og á Akureyri. Allstaðar á þessum stöðum standa minnihluti og meirihluti saman um málið og gera sér grein fyrir hvílík bylting þetta er fyrir íþróttalífið.
Með því að fleiri slík hús eru í byggingu í öðrum sveitarfélögum skapast möguleikar á að samnýta ýmsan búnað fyrir húsin, t.d. körfuboltagólf, búnað fyrir stangarstökk, grindahlaup, hástökk, tennisaðstöðu, áhorfendapalla osfrv. Þetta er auðvitað mjög hagkvæmt. Á einum stað gæti verið sameiginleg geymsluaðstaða. Þetta er gert víða erlendis og gengur vel. Þar leigja menn slíkan búnað eða eiga hann í sameiningu. Þetta gætum við líka gert.
Kostur þess að leigja höllina í stað þess að eiga hana hefur verið margþættur. Í fyrsta lagi lögðum við áherslu á að setja fjármuni í að byggja grunnskólana fyrir einsetningu og þangað fór fjármagn okkar, ekki í Reykjaneshöll. Í öðru lagi varð grunnbyggingin dýrari en áætlað hafði verið. Við þurftum ekki að taka það á okkur. Í þriðja lagi hefur komið í ljós mikill breytinga- endurbóta kostnaður á húsinu, sem gjarnan fylgir fyrstu árum slíkra bygginga. Hann hefur allur fallið á eigendurnar, ekki okkur. Í fjórða lagi segir það líklega mest um kosti samningsins fyrir okkur að Íslenskir aðalverktakar hafa ekki tekið í mál við önnur sveitarfélög að gera álíka samninga, þótt eftir því hafi verið leitað.
Eflum íþróttir enn frekar
Við sem höfum fylgst með uppbyggingu íþróttamálanna vitum vel að víða er vandi í fjármögnun verkefna. Þessi vandi verður ekki leystur með neikvæðni og þumbaragangi gagnvart íþróttahreyfingunni. Það hefst með áframhaldandi eigingjörnu starfi einstaklinga, styrkjum frá fyrirtækjum og stuðningi bæjarins. Þessar þrjár stoðir þurfa áfram að virka saman til að við náum hreyfingunni út úr þeim fjárhagsvanda sem hún er í. Það er vel hægt.
Við frambjóðendur á D-lista, sjálfstæðismanna, nefnum tvær nýjar leiðir sem bærinn getur komið að til þess:
1. Stofnum starf fjármálastjóra sem hefur það hlutverk að fylgjast með að áætlanir um framkvæmdir og rekstur félaganna séu vel unnar og að framkvæmt sé í samræmi við þær. Þannig mega bæjarbúar vita að vel er farið með það fé sem lagt er til.
Hin leiðin er að styrkja enn frekar rekstrar - og verksamninga. Nú er t.d. tækifæri til að virkja íþróttafélögin til samstarfs í “heilsdagsskólanum”, sem við kynnum í stefnuskránni. Þarna er tækifæri til að virkja íþróttahreyfinguna og styrkja hana, um leið og unga fólkið og foreldrar fá betri þjónustu.
Íþróttir gegn vímuefnum!
Íþróttastarf er góð forvörn. Sá unglingur sem hefur um allt annað að hugsa og keppa að en að ná í vímuefni, er á réttri braut.
Ég hef alltaf litið á framlag okkar til íþrótta sem mikilvægt forvarnarverkefni fyrir unga fólkið okkar. Við sem eldri erum munum án efa njóta einnig góðs af því líkt og raunin er með Reykjaenshöllina.
Íþróttabærinn okkar á aðeins skilið að eflast. Við sem eldri erum viljum gjarnan líka geta nýtt þá möguleika sem góð íþróttaaðstaða skapar. Þannig kemur okkur öllum við að áfram sé vel hugað að íþróttamálum á næsta kjörtímabili. Ég hef sagt að auk atvinnumála og málefna eldri borgara vilji ég sjá svo um að vel sé búið að íþróttafólkinu okkar, ungu sem öldnu. Það mun ég standa við, fái ég stuðning.
Þorsteinn Erlingsson,
frambjóðandi í 5. sæti á D-lista sjálfstæðismanna
Reykjanesbær er ekki sjálfskapaður íþróttabær. Það hefur þurft framsýni, dugnað og áræðni til að ná árangri.
Möguleikar Reykjaneshallarinnar
Bygging Reykjaneshallar sem fjölnotahúss var á meðal verkefna bæjarins á síðasta kjörtímabili og hún tekin í notkun í febrúar 2000. Hún kom til af því að það vantaði íþróttahús. Fjölnotahús hafði skapað byltingu í íþróttamálum á norðurlöndunum. Með fjölnotahúsinu hér skapaðist aðstaða til að taka fótboltann algjörlega út úr hinum íþróttahúsunum og nýta þau þá betur undir aðrar íþróttir.
Það þurfti áræðni og baráttu til að koma Reykjaneshöll á borðið. Þetta var ný hugmynd hér á landi. Samfylkingin var á móti. En nú virðast vera breyttir tímar hjá Samfylkingarmönnum, allavega í öðrum sveitarfélögum. Nú er verið að byggja fjölnotahús í Kópavogi, Reykjavík og á Akureyri. Allstaðar á þessum stöðum standa minnihluti og meirihluti saman um málið og gera sér grein fyrir hvílík bylting þetta er fyrir íþróttalífið.
Með því að fleiri slík hús eru í byggingu í öðrum sveitarfélögum skapast möguleikar á að samnýta ýmsan búnað fyrir húsin, t.d. körfuboltagólf, búnað fyrir stangarstökk, grindahlaup, hástökk, tennisaðstöðu, áhorfendapalla osfrv. Þetta er auðvitað mjög hagkvæmt. Á einum stað gæti verið sameiginleg geymsluaðstaða. Þetta er gert víða erlendis og gengur vel. Þar leigja menn slíkan búnað eða eiga hann í sameiningu. Þetta gætum við líka gert.
Kostur þess að leigja höllina í stað þess að eiga hana hefur verið margþættur. Í fyrsta lagi lögðum við áherslu á að setja fjármuni í að byggja grunnskólana fyrir einsetningu og þangað fór fjármagn okkar, ekki í Reykjaneshöll. Í öðru lagi varð grunnbyggingin dýrari en áætlað hafði verið. Við þurftum ekki að taka það á okkur. Í þriðja lagi hefur komið í ljós mikill breytinga- endurbóta kostnaður á húsinu, sem gjarnan fylgir fyrstu árum slíkra bygginga. Hann hefur allur fallið á eigendurnar, ekki okkur. Í fjórða lagi segir það líklega mest um kosti samningsins fyrir okkur að Íslenskir aðalverktakar hafa ekki tekið í mál við önnur sveitarfélög að gera álíka samninga, þótt eftir því hafi verið leitað.
Eflum íþróttir enn frekar
Við sem höfum fylgst með uppbyggingu íþróttamálanna vitum vel að víða er vandi í fjármögnun verkefna. Þessi vandi verður ekki leystur með neikvæðni og þumbaragangi gagnvart íþróttahreyfingunni. Það hefst með áframhaldandi eigingjörnu starfi einstaklinga, styrkjum frá fyrirtækjum og stuðningi bæjarins. Þessar þrjár stoðir þurfa áfram að virka saman til að við náum hreyfingunni út úr þeim fjárhagsvanda sem hún er í. Það er vel hægt.
Við frambjóðendur á D-lista, sjálfstæðismanna, nefnum tvær nýjar leiðir sem bærinn getur komið að til þess:
1. Stofnum starf fjármálastjóra sem hefur það hlutverk að fylgjast með að áætlanir um framkvæmdir og rekstur félaganna séu vel unnar og að framkvæmt sé í samræmi við þær. Þannig mega bæjarbúar vita að vel er farið með það fé sem lagt er til.
Hin leiðin er að styrkja enn frekar rekstrar - og verksamninga. Nú er t.d. tækifæri til að virkja íþróttafélögin til samstarfs í “heilsdagsskólanum”, sem við kynnum í stefnuskránni. Þarna er tækifæri til að virkja íþróttahreyfinguna og styrkja hana, um leið og unga fólkið og foreldrar fá betri þjónustu.
Íþróttir gegn vímuefnum!
Íþróttastarf er góð forvörn. Sá unglingur sem hefur um allt annað að hugsa og keppa að en að ná í vímuefni, er á réttri braut.
Ég hef alltaf litið á framlag okkar til íþrótta sem mikilvægt forvarnarverkefni fyrir unga fólkið okkar. Við sem eldri erum munum án efa njóta einnig góðs af því líkt og raunin er með Reykjaenshöllina.
Íþróttabærinn okkar á aðeins skilið að eflast. Við sem eldri erum viljum gjarnan líka geta nýtt þá möguleika sem góð íþróttaaðstaða skapar. Þannig kemur okkur öllum við að áfram sé vel hugað að íþróttamálum á næsta kjörtímabili. Ég hef sagt að auk atvinnumála og málefna eldri borgara vilji ég sjá svo um að vel sé búið að íþróttafólkinu okkar, ungu sem öldnu. Það mun ég standa við, fái ég stuðning.
Þorsteinn Erlingsson,
frambjóðandi í 5. sæti á D-lista sjálfstæðismanna