Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Innköllum gjafakvótann
Fimmtudagur 5. mars 2009 kl. 15:33

Innköllum gjafakvótann

-Björgvin heimsótti Ásmund í Sangerði og fundaði um kvótakerfið.

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, átti í gær fund í Sangerði með Ásmundi Jóhannssyni, sjósóknara, um kvótakerfið. Fóru þeir að lokum um borð í frægan bát Ásmundar sem nú er innsiglaður af yfirvöldum vegna sjósóknar Ásmundar utan kvóta.

"Fundurinn var mjög góður. Ég tel að eitt stærsta verkefni næstu ríkisstjórnar sé að vinda ofan af kvótakerfinu. Nú er til þess einstakt tækifæri. Við þurfum að festa eignahald þjóðarinnar á auðlindum í stjórnarskrá og innkalla gjafakvótann. Málið snýst um mannréttindi og Ásmundur rakti með sannfærandi hætti á fundi okkar hvernig kvótakerfið er í upphafi byggt á lögleysu og mismunun. Framsalið og leigan á kvótanum er eitt mesta ranglæti Íslandssögunnar. Við jafnaðarmenn verðum að standa okkur í þessu réttlætismáli og breyta þessu kerfi," segir Björgvin eftir fundinn með Ásmundi í Sangerði í gær í tilkynningu til Víkurfrétta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024