Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Inga Sigrún sækist eftir 1. sæti VG
Föstudagur 28. september 2012 kl. 14:10

Inga Sigrún sækist eftir 1. sæti VG

Ég heiti Inga Sigrún Atladóttir 41 árs og starfa sem forseti bæjarstjórnar í Sveitarfélaginu Vogum. Ég gef kost á mér í 1. sæti Vinstri Hreyfingarinnar Græns framboðs í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Ég er nýlega gengin til liðs við flokkinn en lengi hef ég starfað innan Samfylkingar. Ég yfirgaf Samfylkinguna vegna þess að framkvæmd stefnu flokksins tekur að mínu mati ekki mið af umhverfissjónarmiðum og berst ekki gegn sterkri stöðu einokunar- og stórfyrirtækja á kostnað hagsmuna almennings. Þessi tvö sjónarmið tel ég vinna gegn þeim jöfnuði sem ég vil berjast fyrir í samfélaginu og var því ljóst að hugmyndafræðilega á ég samleið með Vinstri Hreyfingunni Grænu framboði.

Ég hef beitt mér í opinberri umræðu um umhverfismál síðan 2006 auk þess sem ég hef lengi barist fyrir gagnsæi og heiðarlegri leikreglum í samfélaginu. Ég hef starfað sem kennari og deildarstjóri og hef leitt fjölmörg þróunarverkefni sem snúa að aukinni víðsýni, umhverfismálum og baráttu gegn einelti í skólakerfinu. Baráttan gegn leyndarhyggju og andfélagslegri samfélagslegri hegðun hefur mótað minn starfsferil og skrifaði ég m.a. meistararitgerð um stjórnunarhætti sem stuðla að víðsýni og vinna gegn einelti. Ég hef verið oddviti H-lista, óháðra borgara í sveitarstjórn síðan 2006 og forseti bæjarstjórnar síðan 2010. Ég sit í stjórn sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Vinnumarkaðsráði Suðurnesja og stjórn Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum.

Greinar eftir mig sem birst hafa í fjölmiðlum og frekari upplýsingar um menntun og fyrri störf er að finna á síðunni http://ingasigrunatladottir.blogspot.com/

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024