Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Ímyndaðu þér lífið án tónlistar
  • Ímyndaðu þér lífið án tónlistar
Miðvikudagur 5. nóvember 2014 kl. 09:58

Ímyndaðu þér lífið án tónlistar

Tónlist er eitt af undrum veraldar. Hún er svo einstök og yndisleg og svo sjálfsögð í lífi okkar. Hún er í stóru hlutverki á gleðistundum okkar í lífinu og á sorgarstundum. Hún er án efa eitthvað sem við getum alls ekki verið án.

En hvaðan kemur tónlistin? -Hún er sköpun tónlistarfólks. Og hvaðan kemur tónlistarfólkið? -Það kemur langflest úr tónlistarskólum landsins. Í þeim er unnið metnaðarfullt starf sem hefur mikið gildi fyrir menningu okkar og samfélag. Við njótum þess dag hvern að hlusta á tónlist og hún er hluti af okkar daglega lífi á svo margan hátt. Ég er viss um að enginn vill svo mikið sem ímynda sér lífið án tónlistar. Hversu svarthvítt og óspennandi væri lífið ef engin væri tónlistin og ekkert tónlistarfólk til að skapa fyrir okkur hina töfrandi tóna hvenær sem okkur hugnaðist!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tónlistakennarar eru í verkfalli. Þeir krefjast þess að fá sambærileg laun og aðrir kennarar. Það er lítið að gerast og deilan er enn í hnút. Yfirvöld sýna hvorki nægilegan áhuga né skilning. Það er ekki nóg að sýna áhuga og dásama tónlist og gildi hennar við hátíðartilefni. Sveitarfélögin verða að sýna að þau virkilega kunni að meta hana með því að borga tónlistarkennurum mannsæmandi laun! Styðjum tónlistarkennara í baráttu þeirra fyrir betri launum.
Okkur á ekki að vera sama!

Íris Dröfn Halldórsdóttir
grunnskólakennari, móðir tónlistarnemanda og tónlistarunnandi.