Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Iðnmeistarar á Suðurnesjum takið þátt í útboði Ríkiskaupa
Föstudagur 28. febrúar 2020 kl. 14:09

Iðnmeistarar á Suðurnesjum takið þátt í útboði Ríkiskaupa

vegna Rammasamnings um þjónustu Iðnmeistara

Reykjanesbær sem aðili að Rammasamningum Ríkiskaupa hvetur iðnmeistara á Suðurnesjum til að taka þátt í útboði fyrir Rammasamning Iðnmeistara.

Reykjanesbær og stofnanir vilja stuðla að hagstæðum innkaupum, byggðum á virkri samkeppni, jafnræði, og viðskiptum við heimamenn. Reykjanesbær er hinsvegar bundinn að því að kaupa verkframkvæmdir og þjónustu af þeim sem eru innan Rammasamnings Ríkiskaupa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tafla 1. Rammasamningar Ríkiskaupa við iðnmeistara

SAMNINGUR

SAMNINGSLOK

RK 17.02

Blikksmíði

30.6.2020

RK 17.03

Dúklagning

30.6.2020

RK 17.04

Málmiðnaður

30.6.2020

RK 17.05

Málaraiðn

30.6.2020

RK 17.06

Múrverk

30.6.2020

RK 17.07

Pípulagnir

30.6.2020

RK 17.08

Rafiðnaður

30.6.2020

RK 17.09

Skrúðgarðyrkja

30.6.2020

RK 17.10

Trésmíði

30.6.2020

Hlutverk Ríkiskaupa er að stuðla að sem mestri hagkvæmni í öflun aðfanga til opinbers rekstrar, ríkis og sveitarfélaga, með áherslu á virka samkeppni, jafnræði og nýsköpun.

Unnið er að gerð útboðsgagna vegna nýs rammasamninga um þjónustu iðnmeistara. Gömlu samningarnir renna út 30. júní 2020. Boðin verður út þjónusta iðnmeistara á viðhaldi, viðbætum og endurnýjun á fasteignum í eigu ríkisins eða annarra opinberra aðila.

Hvað er rammasamningur?

Rammasamningur: Samningur sem einn eða fleiri kaupendur gera við eitt eða fleiri fyrritæki í þeim tilgangi að slá föstum helstu skilmálum einstakra samninga sem gerðir verða á tilteknu tímabili, einkum að því er varðar verð og fyrirhugað magn.

Rammasamningsútboð er formlegt útboðsferli sem Ríkiskaup framkvæma fyrir hönd margra kaupenda þar sem tiltekin atriði útboðs eru ekki fest niður t.d. magn og umfang. Í kjölfar útboðsins er gerður samningur, rammasamningur (RS), við einn eða fleiri birgja um innkaup á vöru og/eða þjónustu á samningstímanum sem getur verið allt að fjögur (4) ár frá undirritun rammasamningsins.

Fari innkaup yfir ákveðna fjárhæð, sem tiltekin er eftir atvikum í sérhverjum rammasamningi, eru þau boðin út í örútboði meðal rammasamningshafa. Með öðrum orðum er efnt til samkeppni milli seljenda um þau atriði sem ekki voru fest niður í sjálfum rammasamningnum. 

Örútboð: Innkaupaferli þar sem kaupandi leitar, með hæfilegum fyrirvara, skriflegra tilboða meðal rammasamningshafa sem efnt geta samning á grundvelli hlutlægra viðmiðana sem fram koma í útboðsskilmálum rammasamningsins.

Kaupendur geta í smærri innkaupum gengið að föstum afslætti á vöru og þjónustu. Í stærri innkaupum er farið í örútboð sem eru keppni milli seljenda innan viðkomandi rammasamnings um að bjóða kaupanda hagstæðasta verð. Þannig er virk samkeppni milli seljenda á samningstíma. kaupenda. 

Markmið með rammasamningum er að búa til tæki fyrir opinbera aðila til að gera sameiginleg stórinnkaup og eru ákvæði í rammasamningum um heimild til sameiginlegra örútboða innan þeirra.  Með þessu móti geta opinberir aðilar gert mjög hagkvæm innkaup í krafti samvinnu og samlegðar.  Ríkiskaup taka að sér slík sameiginleg innkaup fyrir opinbera aðila, sé eftir því leitað, til að ná fram sem bestum kjörum.

Ríkiskaup fyrirhugar kynningar á rammasamningum með Samtökum iðnaðarins í tengslum við félagsfundi hjá þeim og að líkindum verður einn þeirra í Reykjanesbæ.  Aðrir þrír fundir verða haldnir hjá Ríkiskaupum í Borgartúni 7c og eru þeir fyrirhugaðir í lok mars og hinir tveir eftir páska.  Jafnvel verður sett inn kennslu myndband á vefinn, þannig að menn geti séð hvernig þeir bera sig að við skil á tilboði. Iðnmeistarar eru hér með hvattir til að kynna sér tilboðgerð í Rammasamningi hjá Ríkiskaupum.

Það er því mjög mikilvægt að iðnmeistarar á Suðurnesjum taki þátt í þessu útboði til að vera gjaldgengir til viðskipta við Reykjanesbæ í framtíðinni og viljum við ítreka hvatningu okkar til heimamanna að taka þátt.

Kristinn Þór Jakobsson Guðlaugur H. Sigurjónsson

Innkaupastjóri Reykjanesbæjar Sviðstjóri Umhverfisviðs Reykjanesbæjar.