Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 3. febrúar 2003 kl. 13:41

Íbúar Reykjanesbæjar geta tekið þátt í að móta forvarnarstefnu fyrir sveitarfélagið

Reykjanesbær hefur sett á laggirnar vinnuhóp til að marka forvarnastefnu fyrir sveitarfélagið. Yfirmarkmið stefnunnar er fyrirbyggjandi starf sem stuðlar að aukinni velferð og velgengni allra íbúa með áherslu á börn á aldrinum 0 - 18 ára. Verkefnið felur í sér öflun gagna þ.á.m. forvarnarstefnur annarra sveitarfélaga og framhaldsskóla. Einnig að kalla til fundar þá aðila í bæjarfélaginu sem vinna að forvörnum. Drög að stefnunni verða lögð fyrir þær nefndir innan bæjarkerfisins sem málið varðar.Vinnuhópinn skipa:
Ragnar Örn Pétursson forvarnar- og æskulýðsfulltrúi
Rannveig Einarsdóttir yfirfélagsráðgjafi
Gylfi Jón Gylfason yfirsálfræðingur

Íbúum gefst kostur á að taka þátt í mótun stefnunnar með því að senda inn ábendingar á vef Reykjanesbæjar reykjanesbaer.is. Frestur til þess að skila inn tillögum er 1. mars 2003. Drög að forvarnarstefnu Reykjanesbæjar verða lögð fyrir bæjarstjórn til samþykktar þann 16. apríl.

Frekari upplýsingar veitir Ragnar Örn Pétursson forvarnar- og æskulýðsfulltrúi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024