Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Íbúar gefa Heilbrigðistofnuninni gjöf
Þriðjudagur 17. nóvember 2009 kl. 13:36

Íbúar gefa Heilbrigðistofnuninni gjöf


Á morgun, miðvikudaginn 18. nóvember, verður Heilbrigðisstofnun Suðurnesja  55 ára. Því ber að fagna.

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur nú í 55 ár verið daglegur þátttakandi í lífi okkar íbúana  á svæðinu. Margir íbúar  hafa þar þar litið í dagsins ljós í fyrsta sinn, fólk læknast, enn aðrir kvatt þessa jarðvist og starfsfólk stofnunarinnar stöðugt vakað yfir velferð skjólstæðinga sinna. Það ber að þakka.

Íbúar á svæðinu gætu gefið stóra og dýra gjöf sem nýst gæti í starfi stofnunarinnar, en góðar gjafir þurfa ekki alltaf að kosta. Stundum er nóg að viðkomandi viti hvern hug  gefandinn ber til þiggjandans.

Engir eða fáir vita betur en starfsmenn Brunavarna Suðurnesja hve mikilvæg stofnun HSS er samfélaginu hér á Suðurnesjum, og munu á morgun kl 14.30 standa fyrir hyllingu til HSS fyrir störf þeirrar stofnunar  í almannaþágu. Þá munu þeir gefa táknræna gjöf fyrir hönd okkar íbúanna, og sýna hvern hug við berum til hennar.

Íbúar svæðisins eru hvattir til að mæta  fyrir utan Heilbrigðistofnunina um kl 14.15 og taka þátt í þessari  táknrænu  gjöf okkar íbúanna til Heibrigðistofnunar Suðurnesja, og með því sýna stuðning við þau mikilvægu störf sem HSS hefur innt af hendi fyrir samfélagið á svæðinu. Sýnum hug okkar í verki og sendum afmælisbarninu þær bestu kveðjur sem við getum sent.  Óskina um áframhaldandi gott og farsælt starf okkur til handa. Því það á HSS svo sannarlega skilið.

Velunnarar.
----

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/HBB - Slökkviliðsmenn hafa þennan háttinn á þegar þeir hylla einhvern. Hér er það Jóhanna Guðrún, evrovision-fari, sem hyllt var við heimkomuna eftir frækilega för til Rússlands. Slökkvliðsmenn BS ætla að hylla HSS á afmæli stofnunarinnar á morgun.