Aðsent

Íbúalýðræði og opin stjórnsýsla
Miðvikudagur 28. mars 2018 kl. 09:15

Íbúalýðræði og opin stjórnsýsla

Eitt af stefnumálum Pírata fyrir bæjarstjórnarkosningar er íbúalýðræði og opin stjórnsýsla. Aðkoma almennings að ákvarðanatöku og stefnumótun er nauðsynleg samfélaginu og raunhæf nú á 21.öldinni. Þar sem kallað er eftir bættu aðgengi að upplýsingum. Einnig gerir tæknin fólki kleyft að taka meira þátt í umræðum og ákvarðanatöku um málefni sem varðar það sjálft. 

Til þess að svo megi verða þarf  að auka aðkomu íbúa að stjórnsýslunni. Slíkt gerist með því að bjóða bæjarbúum aukið lýðræði, þátttöku og aðgengi að upplýsingum sem valdeflir íbúana og minnkar þekkingarforskot sem stjórnmálamenn hafa haft gagnvart almenningi. Þannig geta bæjarbúar í Reykjanesbæ veitt aðhald gagnvart stjórnsýslu bæjarins og bæjarstjórn.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Einnig er hægt að nota hverfisskipulag inn á heimasíðu Reykjanesbæjar þar sem hvert hverfi á sitt vefsvæði þannig má efla íbúalýðræði. Á þessu vefsvæði geta íbúar komið með tillögur og ábendingar, en einnig gæti byggingafulltrúi og aðrir aðilar sem sjá um skipulagsmál komið með sýnar hugmyndir tum nýbyggingar í hverfinu og allt sem lítur að skipulagsmálum innan hvers hverfis fyrir sig. Þannig má bæta kynningarferli fyrir íbúa á skipulagsmálum og setja inn fleiri upplýsingar um önnur hverfismál.

Það er nauðsynlegt að auka aðgang íbúa að fundargerðum, auka gæði þeirra og bæta  innihaldið til þess að þær verið meira upplýsandi fyrir íbúa. Það á einnig við um fundargerðir og aðrir pappírar sem lúta að ákvörðunum sveitarfélagsins í samningum, útboðum og öðrum samskiptum við hagsmuna aðila. Að minnsta kosti tvisvar á ári ætti að kalla til íbúafunda þar sem bæjarstjórn kemur með upplýsingar fyrir bæjarbúa og í framhaldi af þeim fundum geta íbúar farið í vinnuhópa og unnið tillögur sem eru upplýsandi fyrir stjórnsýslu bæjarins. Bæjarbúar eiga einnig að hafa rétt á að kjósa um mikilvæg málefni sem varðar þá og framtíð bæjarins sem er þá bindandi kosning. Tilgangurinn með því að íbúar fái þessi verkfæri í hendurnar eru til þess gerðar að þeir geti gert bæinn sinn betri og eftirsóknarverðari fyrir fólk sem hefur áhuga á umhverfi sínu.

Umboðsmaður bæjarbúa er eitthvað sem Píratar sjá sem góðan kost í okkar bæjarfélagi. Hlutverk hans væri í formi upplýsingagjafar um réttindi og tækifæri bæjarbúa í flóknu kerfi t.d. hvað varðar félagsleg réttindi, húsnæðismál og kynna fólki atvinnuréttindi sín o.sfv. Umboðsmaðurinn mundi þannig sinna almannatengslum, samskiptum og upplýsingaveitu fyrir íbúa og fjölskyldur með ólíkar þarfir og af ólíkum þjóðernum. Síðan kemur hann hugmyndum og skilaboðunum inní stjórnsýsluna og til bæjarstjórnar þannig að eftir verði tekið.

Allt það sem að ofan er talið eflir aðkomu almennings að stjórnsýslunni og er í anda grunnstefnu Pírata sem er:
Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.
Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum, og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur.
Gagnsæi snýst um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni.
Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá.
Réttur er tryggður með styrkingu beins lýðræðis og eflingu gegnsærrar stjórnsýslu.
Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast.

Íbúalýðræði hefur farið vaxandi víða um heim og eru áhrifin fyrst og fremst talin góð eða mjög góð fyrir samfélögin sem hafa tileinkað sér slík vinnubrögð. Öll viljum við að bæjarfélagið okkar eflist og styrkist og aukið íbúalýðræði er góður valkostur í þá átt.

Margrét S Þórólfsdóttir Pírati.