Íbúalýðræði í Vogum
Á bæjarstjórnarfundi 26. október 2011 hafnaði meirihluti L og H-lista ósk E-lista um borgarafund í sveitarfélaginu Vogum fyrri hluti nóvembermánaðar 2011.
E-listinn sem nýlega sagði sig frá meirihlutasamstarfi í Sveitarfélaginu reyndi á bæjarstjórnarfundi 26. október að gera þessa baráttu H-listans tortryggilega með því að gagnrýna harðlega höfnun á tillögu þeirra um íbúafund í nóvember.
H-listinn hefur verið í forystu með að auka íbúalýðræði í sveitarfélaginu síðustu ár. Barátta listans fyrir því að ákvörðun íbúarfundar séu virtar og barátta fyrir íbúakosningu sýnir vel þá áherslu sem H-listinn leggur á íbúalýðræði.
Það sem ekki kemur fram í fundagerð bæjarstjórnar né máli oddvita E-listans er að á fundinum kom fram ríkur vilji H-listans fyrir íbúafundum. Á fundinum kom fram að í september var haldinn íbúafundur í sveitarfélaginu og að einnig sé gert ráð fyrir íbúafundi í desember. Það er því algerlega tilefnislaust fyrir nýjan minnihluta að ætla að við þorum ekki að tala við kjósendur.
Að mínu mati þjónar sá fundur sem E-listinn óskaði eftir ekki hagsmunum íbúa sveitarfélaginu Vogum. Að mínu mati er tillagan tilraun stjórnmálaafls til að efna til pólitískra kappræðna milli stjórnmálaafla sem að mínu mati er ekki sveitarfélaginu til framdráttar. Ef bæjarstjórn berst beiðni sem sýnir fram á raunverulegan áhuga almennra borgara í sveitarfélaginu á upplýsingum um pólitíska stefnu þá mun ekki standa á mér að koma til móts við þá ósk með því flýta þeim íbúafundi sem fyrirhugaður er í desember.
Inga Sigrún Ataldóttir
Forseti bæjarstjórnar í Sveitarfélaginu Vogum