Íbúafundur Pírata á Suðurnesjum vegna falls WOW air
Píratar í Suðurkjördæmi blása til íbúafundar vegna alvarlegar stöðu á Suðurnesjum í kjölfar gjaldþrots WOW air. Smári McCarthy, þingmaður Pírata, er meðal gesta og mun hann á fundinum kynna þingsályktunartillögu sem hann ætlar að leggja fram.
Markmið fundarins er að skoða hvaða leiðir eru færar til styrkingar í atvinnumálum á svæðinu auk eflingar í heilsugæslu- og velferðarþjónustu. Sérstaklega verður horft til nýsköpunar vegna uppbyggingar nýrra starfa. Fundurinn fer fram í Keili á morgun, fimmtudaginn 11. apríl, milli klukkan 20 og 22.
Dagskrá fundar:
Smári McCarthy, þingmaður Suðurkjördæmis: „Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn áfalli samfélags“
Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis: „Ásbrú - land tækifæranna“
Kolbrún Valbergsdóttir, fulltrúi íbúa á Suðurnesjum: „Tengsl menntunar og atvinnulífs“
Valdimar Össurarson, formaður Samtaka frumkvöðla og hugvitsmanna: „Ábyrgð ríkisins í eflingu nýsköpunar“
Fundarstjórar verða Vania Lopes og Alfa Eymarsdóttir.