Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Í upphafi skal endirinn skoða
Mánudagur 10. október 2016 kl. 06:00

Í upphafi skal endirinn skoða

- Aðsend grein eftir Ara Trausta Guðmundsson

Þegar unnið var að rannsóknum á háhitasvæðum Reykjanesskagans fyrir áratugum síðan kom ég þar við sögu. Gekk meðal annars um hornpunkta í ótrúlega þéttu mælineti á sjálfu Reykjanesinu, háhitasvæðinu þar. Ég átti líka þátt í að mæla og greina á milli ónothæfs jarðhitasvæðis austan Grindavíkurvegar, þar sem er hið eiginlega Svartsengi, og svæðisins sem virkjað var vestan vegar, frammi fyrir hlíðum Þorbjarnarfells, og er oftast kennt við Svartsengi. Þá grunaði mig ekki að ég skipaði lista VG í landshlutanum í þingkosningum á næstu öld. En svo fór og nú stendur upp á mig að gera almenningi og umhverfinu gagn.

Náttúruauðlindir nýtum við með skynsemi og sjálfbærni að leiðarljósi. Þær helstu eru í raun ekki mjög margar hér á landi: Jarðvarmi, vatnsafl, jarðvegur og gróður, kalt neysluvatn, lífríki hafsins og fáein jarðefni, aðallega byggingaefni. Og nú síðustu ár til viðbótar og í meira mæli en nokkurn grunaði: Náttúrufyrirbæri og landslag í sem fjölbreyttastri mynd.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þjónusta við erlenda ferðamenn er orðin að eins konar stóriðju en við náum ekki að fylgja þróuninni eftir og bregðast við þannig að fjármagn og uppbygging tryggi sjálfbæra og viðráðanlega starfsemi í greininni.  Ég gæti romsað upp verkefnum og viðrað hugmyndir um stjórnun ferðaálags rétt eins og veiðiálags í sjávarútvegi en læt ógert. Fyrsta kastið verð ég að hlusta á ykkur Suðurnesjabúa: Hvað brennur helst á fólki; fyrir hverju á hreyfing með félagslegar lausnir og umhverfisvæna stefnu að standa í vesturhluta kjördæmisins?

Ari Trausti Guðmundsson
í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi