Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Í minningu Maríu guðsmóður
Sunnudagur 17. desember 2023 kl. 12:26

Í minningu Maríu guðsmóður

– Útskálakirkju í Garði miðvikudaginn 20. desember kl. 20:00

Verið öll hjartanlega velkomin í notalega kvöldstund rétt fyrir jólin, miðvikudagskvöldið 20. desember klukkan 20:00. Við ætlum að minnast móður Jesú við fallega tóna og hjartanærandi orð.

Það er í Útskálakirkju sem einstök altaristaflan sýnir Boðun Maríu, þegar Gabríel erkiengill birtist henni og sagði frá barninu sem hún myndi fæða í heiminn. Það er því við hæfi að heiðra minningu Maríu Meyjar einmitt í þessari kirkju.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Taktu þér hlé frá amstrinu og fylltu hjarta þitt af gleði rétt fyrir jólin. Þetta verður fallegt Maríukvöld og yndisleg blessun fyrir okkur öll.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Kær jólakveðja,
Anna Elísabet Gestsdóttir, djákni.
Marta Eiríksdóttir, rithöfundur.
Sólrún Bragadóttir, óperusöngkona.