Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Í hverju liggur munurinn?
Föstudagur 26. maí 2006 kl. 20:39

Í hverju liggur munurinn?

Talsverður munur er á fagurgala þeim sem D-listinn hefur uppi núna og gerðum þeirra síðustu fjögur árin. Í byrjun kjörtímabilsins seldi D-listinn t.d. allar fasteignir bæjarins fyrir þrjá og hálfan milljarð og nýtti stærstan hluta andvirðisins í rekstur, Reykjanesbær stendur eftir eignalítill og skuldum vafinn.
A-listinn mun rifta óhagstæðum leigusamningum við Fasteign hf. og kaupa aftur fasteignir bæjarins. Þannig aukast ráðstöfunartekjur bæjarins um 180 milljónir á ári sem A-listinn hyggst verja til lækkunar útgjalda, bæta þjónustuna við íbúa Reykjanesbæjar og halda áfram uppbyggingu í sveitarfélaginu.   A-listinn er eina framboðið sem sýnir fram á hvernig við hyggjumst fjármagna okkar loforð.

A-listinn mun vinna gegn auknum álögum á barnafjölskyldur
Auknar álögur D-listans á fjölskyldur birtast í  hæstu leikskólagjöldum í viðmiðunarsveitarfélögum, um 33% hærri en í Hafnarfirði og 128% en Reykjavík þegar kjör námsmanna og einstæðra foreldra eru skoðuð. D-listinn hefur staðið að niðurskurði á framlögum til barna hjá dagmæðrum, verulegum niðurskurði á framlögum til Vinnuskólans og  af stærstu sveitarfélögunum sker Reykjanesbær sig eitt úr um að niðurgreiða ekki kostnað foreldra vegna þátttöku barna í íþróttastarfi – enda þarf D-listinn að eiga fyrir húsaleigu sem er um 474 milljónir á ári.
A-listinn mun vinna gegn auknum álögum D-listans á barnafjölskyldur á kjörtímabilinu með því að lækka leikskólagjöld um helming og sjá til þess að kostnaður foreldra hjá dagforeldrum verði sá sami og á leikskólum.
A-listinn mun bjóða hverju barni á aldrinum 6-16 ára þátttökukort að andvirði kr. 25.000 sem nýta má í íþróttum, tómstunda- eða menningarstarfi.
Samkvæmt úttekt ASÍ hafa fasteignagjöld í Reykjanesbæ hækkað mest allra sveitarfélaga á kjörtímabilinu eða um 61%. Á sama tíma hækkuðu þau t.d. um 15% í Kópavogi.  Rétt fyrir jól 2005 feldi D-listinn tillögu Samfylkingar um lækkun fasteignaskatta á elli- og örorkuþega.   A-listinn mun lækka fasteignagjöld ellilífeyrisþega og öryrkja verulega og miða þau við tekjur.

A-listinn hafnar einföldum lausnum í atvinnumálum
D-listinn byrjaði kjörtímabilið á að leggja niður Markaðs- og atvinnumálaskrifstofuna og einblíndi á stálpípuverksmiðju sem aldrei skilaði sér, eftir stendur 400 milljóna króna framkvæmd við lóð verksmiðjunnar sem skilar engum tekjum.
A-listinn hafnar einföldum skyndilausnum D-listans í atvinnumálum og mun í staðinn fjölga störfum á svæðinu með því að koma á fót Nýsköpunarskrifstofu Reykjanesbæjar sem hafi 2,3 milljarða í stofnfé, frumkvöðlasjóði sem auðveldi einstaklingum og fyrirtækjum aðgang að nauðsynlegu áhættufjármagni til nýsköpunar.

Vörumst dauðu atkvæðin
Samkvæmt skoðanakönnunum eru aðeins A-listinn og  D-listinn líklegir til þess að ná inn manni í bæjarstjórn Reykjnesbæjar. Atkvæði greitt öðrum framboðum fellur að öllum líkindum dautt niður og nýtist engum nema kannski þá D-listanum. Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir einræði D-listans er því að setja x við A.

Guðný Kristjánsdóttir skipar 5. sæti A-listans í Reykjanesbæ
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024