Í hvað erum við að eyða tíma okkar?
Skv. nýjasta IceSave samkomulaginu er reiknað með að við þurfum að borga 32 milljarða til Breta og Hollendinga, þar af eru 24 milljarðar til greiðslu á þessu ári. Þar af mun íslenski innstæðutryggingasjóðurinn greiða u.þ.b 20 milljarða. Eftir standa 4 milljarðar sem ríkisjóður mun þá þurfa að punga út á árinu. Þá ertu eftir 8 milljarðar sem við þurfum að klára til 2016 eða ca 2 milljarðar á ári. IceSave er smámál í fjárhagslegu tilliti en er orðið að einu örlagaríkasta málinu sem við Íslendingar höfum staðið frammi fyrir. ER þetta leiðin út úr kreppunni að tala okkur út úr samfélagi þjóðanna. Í hvað ætla Íslendingar að eyða tíma sínum?
Guðbrandur Einarsson.