Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands
Mánudagur 28. nóvember 2011 kl. 10:58

Hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands

Umhverfisráðuneytið stendur fyrir kynningarfundi í Reykjanesbæ á hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands, sem nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga skilaði af sér í haust.

Fundurinn verður haldinn á Flughótelinu, Reykjanesbæ 28. nóvember kl. 17 – 18:30. Sigurður Á. Þráinsson, líffræðingur í umhverfisráðuneytinu, kynnir efni hvítbókarinnar og svarar spurningum.

Hvítbókin er grunnur að endurskoðun náttúruverndarlaga sem stendur fyrir dyrum en í henni er að finna ítarlega úttekt á núgildandi lagaramma um náttúruvernd á Íslandi auk þess sem settar eru fram tillögur að úrbótum á lögunum. Umsögnum um hvítbókina skal skilað til umhverfisráðuneytis fyrir 15. desember, sjá nánar á www.umhverfisraduneyti.is/hvitbok.

Fundurinn er öllum opinn og er aðgangur ókeypis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024