Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 26. október 2006 kl. 09:03

Hvert erum við að stefna?

Það er vart hægt að lesa blöð eða hlusta á fréttir án þess að fíkniefni og fylgifiskar þeirra séu til umfjöllunar. Að heyra fréttir af innflutningi, handtöku eða neyslu og í einhverjum tilfellum dauðsföll vegna þeirra er orðið daglegt brauð og sumir hættir að kippa sér upp við það.
Hvernig erum við standa okkur í forvörnum þegar kemur að ungu kynslóð okkar tíma? Ég hef rætt við ungmenni um þessi mál sem lýst hafa yfir áhyggjum af jafnöldrum sínum á skólaböllum þar sem fíkniefnaneysla virðist vera algeng. Hvernig vinnum við á slíku vandamáli?
Í því hraða nútíma samfélagi sem við búum í get ég ekki annað spurt mig hvernig fíkniefnaheimurinn líti út þegar börnin mín eru komin á unglingsaldur. Heimurinn hefur svo sannarlega breyst sl. 20 ár og fíkniefnaflæðið og áhugi ungmenna á því er ekki undanskilinn. Því þurfum við að vera vel vakandi og styrkja forvarnir enn frekar og halda áfram að benda ungi fólki á skaðsemi og afleiðingar neyslu fíkniefna.
Þarf kannski að rýmka heimildir lögreglu sérstaklega í fíkniefnamálum? Hertar refsingar virðast ekki hafa skilað sér því framboð fíkniefna er mikið en rótin af því vandamáli er að sjálfsögðu eftirspurnin, þannig að aftur komum við að mikilvægi góðs forvarnastarfs.

Gott starf hefur verið unnið en betur má ef duga skal.  

...Þetta snertir okkur öll því að enginn veit hver er næstur.

Lilja Samúelsdóttir í 4. – 5. sæti fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024