Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Hversu mikilvæg er atvinnusköpun fyrir Suðurnesin?
Sunnudagur 20. desember 2009 kl. 15:50

Hversu mikilvæg er atvinnusköpun fyrir Suðurnesin?

Þegar stórt er spurt er fátt um svör. Deilt er harkalega á stjórnarflokkana um þessar mundir vegna þess að fyrirtæki í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar á hlut í fyrirtækinu sem stendur að gagnaverinu sem rísa á í Reykjanesbæ. Engu máli virðist skipta að 1.715 manns eru atvinnulausir á Suðurnesjum, þegar þessi grein er skrifuð, og sú tala fer hækkandi.


Ég spyr því, á almenningur á Suðurnesjum að gjalda fyrir það að einn af hinum alræmdu útrásarvíkingum tengist fyrirtækinu? Reiði okkar í garð þeirra sem stóðu að allsherjar hruni íslenska bankakerfisins á síðasta ári má alls ekki bitna á atvinnusköpun á því svæði sem þarf hvað mest á störfunum að halda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Verkefnið sjálft er það sem skiptir höfuðmáli og athygli skal vakin á því að þótt uppbygging gagnaversins sem slíks hljóti ívilnanir af hálfu hins opinbera er ekki um neinar ívilnanir að ræða til þeirra fyrirtækja sem standa að Verne Holding og er alls ekkert óvenjulegt við þær ívilnanir sem um ræðir enda hefðbundnar í samningum við stór fyrirtæki sem hyggjast hefja mikla starfsemi hér á landi. Þegar samningurinn er gerður við fyrirtæki eru strangar takmarkanir og skilyrði frá EES og hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) það hlutverk að sjá til þess að á engan hátt sem brotið á þeim reglum. Á meðal þess sem ESA rannsakar er hvort málum sé ekki örugglega háttað þannig að veittar ívilnanir nýtist eingöngu til þeirra verkefna sem fjárfestingasamningurinn er gerður utan um.


Reiknað er með að u.þ.b. hundrað störf skapist við uppbyggingu gagnaversins og eru það sannarlega störf sem soltinn byggingariðnaðurinn á svæðinu þarf á að halda. Þegar uppbyggingunni er lokið hafa svo skapast önnur hundrað störf við starfsemina sjálfa. Erlenda fjárfestingin gæti numið þegar upp er staðið alls 700 milljónum Bandaríkjadollurum og því vona ég innilega að þetta séu einungis fyrstu skrefin í uppbyggingu á hátæknisamfélaginu í Reykjanesbæ.


Hjörtur M Guðbjartsson?

Fulltrúi A-listans í Atvinnu- og hafnaráði