Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Hvers vegna varnarframkvæmdir  á Suðurnesjum?
Þriðjudagur 2. júní 2020 kl. 09:54

Hvers vegna varnarframkvæmdir á Suðurnesjum?

Við lifum á sérstökum tímum, veirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á heimsbyggðina, þar erum við Íslendingar engin undantekning. Óvissa er orð sem hefur oft verið notað í þessu samhengi. En það er óvissa á fleiri sviðum. Á sviði öryggis- og varnarmála hefur óvissan aldrei verið meiri en frá tímum kalda stríðsins. Við þessari óvissu verðum við að verða viðbúin, rétt eins og óvissunni vegna veirunnar.

Í apríl síðastliðnum lagði utanríkisráðherra til í ráðherranefnd um ríkisfjármál varnartengdar endurbætur og viðhald í Helguvík og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Tillögu ráðherra var hafnað. Það er alvarlegt mál í ljósi þess að framkvæmdirnar eru í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. Það hefur ráðherra staðfest. Aðalatriði málsins er að ríkisstjórnin hefur skuldbundið sig til að framfylgja þjóðaröryggistefnunni. Ríkisstjórn sem vinnur ekki samkvæmt henni er ekki stætt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ísland er í NATO og hefur verið frá stofnun þess. Okkur ber að taka þátt í vörnum Norður-Atlantshafsins sem aðildarríki. Við eigum öryggi okkar undir því að aðrar þjóðir komi okkur til varnar.

Þjóðaröryggisstefna Íslands segir skýrt að í landinu skuli vera til staðar varnarmannvirki, búnaður, geta og sérfræðiþekking til að mæta þeim áskorunum sem Ísland stendur frammi fyrir, í öryggis- og varnarmálum og til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Þetta er skýrt.

Tilfinningaástæður stjórnmálamanna og -flokka, sem eru andvígir veru okkar í NATO og eðlilegu viðhaldi á varnarmannvirkjum, ganga ekki framar þjóðaröryggisstefnunni.

Ríkisstjórninni ber að fylgja þjóðaröryggisstefnunni og treysta varnir landsins. Tímasetning málsins er auk þess góð. Framkvæmdirnar skapa mikilvæg störf á erfiðum tímum á Suðurnesjum.