Hvers vegna ég styð VG
eftir Sævar Bjarnason
Ég gerðist stuðningsmaður VG fljótlega eftir stofnun hreyfingarinnar enda höfðar hún til flestra þeirra þátta sem ég aðhyllist í stjórnmálum. Mestan áhuga hef ég á velferðarmálum, þ.e. heilbrigðismálum og menntamálum og tel að þau eigi að vera aðgengileg fyrir alla óháð efnahag og uppruna. Einnig jafnrétti kynjanna, t.d. í launamálum, og þar verðum við að taka okkur tak því kannanir sýna þróun til meiri og meiri misskiptingar.Í skattamálum eigum við að létta byrði af þeim sem lægst hafa launin. Það er ekki eðlilegt að verið sé að taka tekjuskatt af 80-100 þúsund króna mánaðarlaunum. Síðast en ekki síst verður að nást sátt í fiskveiðimálum. Það er ekkert eðlilegt að örfáir einstaklingar sitji að öllum veiðikvóta og aðrir komist þar ekki að vegna svimandi verðs á aflaheimildum sem fiskveiðistjórnunin hefur leitt af sér.
Höfundur er bæjarstarfsmaður í Reykjanesbæ og í 18. sæti framboðslista Vinstri grænna.
Ég gerðist stuðningsmaður VG fljótlega eftir stofnun hreyfingarinnar enda höfðar hún til flestra þeirra þátta sem ég aðhyllist í stjórnmálum. Mestan áhuga hef ég á velferðarmálum, þ.e. heilbrigðismálum og menntamálum og tel að þau eigi að vera aðgengileg fyrir alla óháð efnahag og uppruna. Einnig jafnrétti kynjanna, t.d. í launamálum, og þar verðum við að taka okkur tak því kannanir sýna þróun til meiri og meiri misskiptingar.Í skattamálum eigum við að létta byrði af þeim sem lægst hafa launin. Það er ekki eðlilegt að verið sé að taka tekjuskatt af 80-100 þúsund króna mánaðarlaunum. Síðast en ekki síst verður að nást sátt í fiskveiðimálum. Það er ekkert eðlilegt að örfáir einstaklingar sitji að öllum veiðikvóta og aðrir komist þar ekki að vegna svimandi verðs á aflaheimildum sem fiskveiðistjórnunin hefur leitt af sér.
Höfundur er bæjarstarfsmaður í Reykjanesbæ og í 18. sæti framboðslista Vinstri grænna.