Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Hverra hagsmuna er nú verið að gæta?
Mánudagur 11. júlí 2011 kl. 11:58

Hverra hagsmuna er nú verið að gæta?

- Reykjanesbær hefur tapað hlutafé sínu í Fasteign




Undarfarnar vikur hafa birst fréttir að endurskipulagningu Eignarhaldsfélagsins Fasteignar sem Reykjanesbær er hluthafi í. Fyrir bæjarráði Reykjanesbæjar næstkomandi fimmtudag liggur fyrir að taka afstöðu til samningsramma þess er settur hefur verið fram af samningarnefnd EFF. Sá samningsrammi er sagður byggja á viðræðum samningsnefndar EFF við lándrottna sína.
Samkvæmt samningsrammanum er ljóst að Reykjanesbær hefur tapað hlutafé sínu, 1.6 milljarði króna. Sú staðreynd kemur þó hvergi fram í fréttum. Tæplega tveggja ára leigufé er tapað, um leið og samningsramminn gerir ráð fyrir að 800 milljónum króna verði varið af fé skattborgara Reykjanesbæjar til að viðhalda rekstri fasteignafélags sem í fljótu bragði virðist engan tilgang hafa. Þær 800 milljónir mætti mun frekar nýta til lækkunar leigu fasteignanna íbúum Reykjanesbæjar til hagsbótar. Hverra hagsmuna er formaður stjórnar EFF nú að gæta? Á hvern hátt þessi samningur tryggir hagsmuni íbúa Reykjanebæjar þyrfti bæjarstjóri Reykjanesbæjar að svara íbúum bæjarins á skiljanlegan hátt. Sami maður er jú bæði bíll og bílstjóri í þessu máli.


Hlaupið frá húsaleiguskuldinni.


Margt og mikið hefur verið ritað um ágæti EFF á undanförnum árum. Sendir hafa verið út litprentaðir bæklingar af dýrari sortinni í hvert hús í bænum þar sem færð hafa verið rök hversu miklu skynsamlegra það væri að leigja í stað þess að eiga. Sá áróður virkar nú sem hjóm eitt nú þegar séð hver árangurinn er. Það hlutafé sem safnast hafði saman er tapað og ætlast er til að við leggjum meira fé til.
Ljóst er að skuldir og skuldbindingar bæjarins hafa á undanförnum árum verið fluttar út í miklu magni til EFF. Sjálftekin húsaleigulækkun Reykjanesbæjar hjá EEF að upphæð 2 milljörðum króna mun samkvæmt samningsrammanum koma til fullrar greiðslu árið 2015. Meirihlutinn hyggst hlaupa frá húsaleiguskuld sinni, og eftirláta framtíðar íbúum Reykjanesbæjar að greiða fyrir fjármálaóstjórn sína.


Hvers vegna áfram Fasteign?


Það er ekki ljóst í fljótu bragði. Eignamyndunin sem skapast vegna niðurgreiðslu lánanna verður hjá sveitafélögunum enda eðlilegt því það eru þau sem borga af lánunum. Sveitafélögin annast líka allt viðhald og annan kostnað vegna fasteignanna. Af hverju þarf þá Fasteign, þriðja aðila til að taka við peningum með 5% álagi frá Reykjanesbæ og greiða lánin á gjalddaga. Er ekki eðlilegra og kostnaðarminna að bærinn greiði bara beint inn á lánin og losni þannig við þann aukakostnað sem fylgir því að vera með „sendil „ í vinnu aðeins til að taka við peningum og greiða lánið með þeim.


Er tilgangurinn sjónhverfing ?


Það kemur fram að leigusamningar verða aðal eign Fasteignar þannig er hægt að sýna fram á fastar tekjur. Á móti verður Fasteign með skuldir sem tilheyra þessum eignum og greiðir þær niður með leigutekjunum. Eignin sem myndast verður skráð hjá sveitafélaginu. Þannig lítur þetta mun betur út, skuldirnar eru skráðar á Fasteign en eignin hjá Reykjanesbæ. Þetta lítur mun betur út í ársreikningum og bætir veruleg stöðu okkar í samanburði við önnur sveitafélög.


Fyrir þessa bókahaldsbrellu munum við svo greiða u.þ.b. 30 milljónir á ári.


Er þetta virkilega þess virði. Annar möguleiki er svo að þetta sé nauðsynlegt vegna þess að bærinn njóti ekki nægilegs trausts til að vera skráður beint fyrir skuldunum og greiða af þeim. Þá er e.t.v. enn að sannast það fornkveðna að það er dýrt að vera fátækur.


Þeir eru komnir úr kafi.


Það er sagt að stingi maður sér á kaf í vatn með lokuð augun hætti heyrnin að virka og maður geti ekki um annað hugsað en að draga andann. Loftið í lungum meirihlutans er nú búið og þeir neyðast til að koma úr kafi. Þeir sjá nú afleiðingar gjörða sinna og verða að viðurkenna að þær aðvaranir sem reynt hefur verið að senda til þeirra niður í djúpið hafa verið á rökum reistar. En þeir heyrðu hvorki né sáu. Og vilja nú samþykkja samningsdrög þessi.
Það er ljóst verði samningsrammi þessi samþykktur óbreyttur og meint krafa lánadrottna EFF um tilvist þess félags án rökstudds tilgangs látin ráða mun það kosta hærri húsaleigu en þyrfti. Það að viðhalda EFF kostar næstum því ársleigu fasteignanna sem um ræðir sé litið til þeirra greiðslna sem rekstur EFF krefst auk þess álags sem 5% álags sem ætlað er að styrkja stöðu félagsins. Það er vandséð að sjá að aukin útgjöld bæjarfélags leysi vanda þeirra, eða lánadrottna þeirra. Það er á ábyrgð þeirra manna og kvenna sem nú sitja í bæjarráði að sýna lándrottnum Eignarhaldsfélags Fasteignar fram á að sú leið sem kynnt er samningsdrögunum er dýrari en hún þarf að vera.

Með bestu kveðju

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hannes Friðriksson