Hvernig forgangsröðum við fjölskyldum í hag?
Málefnamars heldur áfram hjá Samfylkingunni og óháðum í Reykjanesbæ. Næsta laugardag, 29. mars, ætlum við að ræða hvernig við getum forgangsraðað fjölskyldum bæjarins í hag; hækkað hvatagreiðslur, hækkað umönnunargreiðslur, eflt skólastarf á öllum stigum og frístundaskóla svo eitthvað sé nefnt.
Laugardagsfundurinn er liður í málefnavinnu fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar hjá Samfylkingunni og óháðum. Við hittumst á hverjum laugardagsmorgni yfir kaffi og með því að Víkurbraut 13 við Keflavíkurhöfn milli kl. 10.30-12.00, vinnum hugmyndavinnu og leggjum línur.
Friðjón Einarsson fór yfir stöðuna í húsnæðismálum, verkefnin og mögulegar lausnir á síðasta laugardagsfundi. Upplýsandi glærur sem fylgdu innleggi hans má sjá hér .
Allt áhugafólk um bæjarmál er velkomið í málefnavinnuna. Nánari upplýsingar á www.facebook.com/xsreykjanesbaer
Samfylkingin og óháðir