Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Hvern ætlar þú að kjósa í vor?
Þriðjudagur 18. apríl 2006 kl. 10:02

Hvern ætlar þú að kjósa í vor?

Að velja sér fólk til að stjórna bæjarfélögum er í dag ennþá mikilvægara en oft áður. Það helgast af því að verkefni ríkisins munu örugglega flytjast til sveitarfélagana í auknum mæli. Þá vil ég vita afstöðu framboðana í mínum bæ til þeirra mála sem varða aldraða, fatlaðra og langveikra. Ég mun ekki velja fagurgala og innantóm orð, heldur mun ég kjósa þau sem eru með aðgerðarplan. Hvernig ætlaðru að gera hlutina og hvenær? Mun ég spyrja fólkið í framboðunum að. Reyndar vona ég að val milli framboða verði vegna annara málefna en ofantalins. Málefni hópana sem ég taldi upp áðan eiga að vera sameiginlegt verkefni okkar allra, alveg óháð flokkum. Ég held að við Íslendingar séum þannig gerð að við viljum allt það besta fyrir hópa sem minna mega sín. Nú hefur ÖBÍ ásamt fleirum kynnt hugmyndir um nýja nálgun hinna ýmsu málaflokka. Ég skora á öll framboð á landinu að ná sér í eintak af skýrslunni, afrita hana og líma inní stefnuskrá síns framboðs. Bæta svo við dagsettningum sem segja hvenær á að efna loforðin. Einfalt og gott. Við skulum vinda okkur í að leysa þetta strax. Ekki á morgun, heldur í dag.

Annað mikilvægt atriði er að fulltrúar í sveitarstjórnum hafi vilja og þor til að sameinast og stækka sveitarfélögin. Með auknum verkefnum verða einingarnar að vera það stórar að þær þoli að veita mannsæmandi þjónustu. Smákónga hugsun bara gengur ekki lengur. Það er verið að gera þá hugsun brottræka úr fyrirtækjarekstri og sama á að gera í sveitastjórnarmálum. Nýtum fjármagnið í annað en kostnað við allt of mikla yfirbyggingu.

Skipulag nýrra íbúðahverfa verður að taka mið af “aðgengi fyrir alla” Ekki ætti að byggja eina einustu íbúð nema tryggt sé að hægt sé að nota íbúðina fyrir alla, alltaf. (Með minniháttar breitingum) Hugsið ykkur að einn fjölskyldumeðlimur fótbrotni og þurfi að aka um í hjólastól tímabundið. Höfum það í huga þegar við kaupum íbúð. Reyndar vil ég að byggingareglugerð kveði á um að þetta verði tryggt.

Aðgengi að þjónustu sem boðin er almenningi á að vera fyrir alla. Gefum okkur 3 ára aðlögunartíma og eftir það verði þeim stöðum sem ekki uppfylla þessi skilyrði lokað. Starfsleyfi verði ekki endurnýjað. Ég veit t.d. að minn ágæti tannlæknir sem býður sína þjónustu á annari hæð í lyftulausu húsi, er að drepast í móral vitandi af mér hálf skríðandi upp og niður í tíma hjá honum. Hann vantar bara hreinar línur varðandi aðgengi og þá skellir hann lyftu í húsið. (Reyndar el ég á samviskubitinu hjá honum í hvert sinn sem ég heimsæki hann) Við ættum reyndar öll að velja þjónustu sem hefur aðgengi fyrir alla. Sleppa hinum, þá þyrfti engar reglugerðir til að laga aðgengi, þjónustuveitendur mundu laga til hjá sér strax.

Semsagt, aðgengi að þjónustu, skipulag nýrra hverfa, stækkun sveitarfélaga og gjörbreitt hugsun við þjónustu þeirra sem minna mega sín eru þau mál sem ég ætla að kjósa um. En þú?

Guðjón Sigurðsson,
formaður MND-félagsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024