Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Hverjir?
Laugardagur 27. apríl 2013 kl. 08:20

Hverjir?

Það er ekki nóg að gefa loforð fyrir kosningar. Það þarf að framkvæma loforðin eftir kosningar.

Það má finna fögur loforð hjá flestum flokkum. Hverjum treystir þú best til að framkvæma loforð sem þér líkar við? Þeir sem lofa lægri sköttum og  betur launuðum störfum, þurfa að kunna að framkvæma það. Þeir sem lofa að leysa skuldavanda heimila þurfa að kunna að framkvæma það. Það er því miður framkvæmd loforðanna sem hefur oftast brugðist.

Nú þurfum við þingmenn og ríkisstjórn sem kann að framkvæma loforð sín.

Við íbúar Suðurnesja þurfum svo sannarlega á fleiri og betur launuðum störfum að halda. Við þurfum auknar tekjur fyrir heimilin, lækkun skulda og betri heilbrigðisþjónustu.

Hverjum treystir þú best til að framkvæma loforðin?

Aðeins eitt framboð er líklegast til að skila flestum Suðurnesjamönnum á þing.  Að mínu mati er það einmitt sama framboðið og er líklegast til að kunna að efna loforðin.

Láttu atkvæði þitt skipta máli fyrir þitt svæði. Taktu þína ákvörðun!

Bestu kveðjur,
Árni Sigfússon, bæjarstjóri

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024