Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Hver tók símann?
Mánudagur 16. apríl 2007 kl. 11:52

Hver tók símann?

Ég fermdi dóttur mína Hildu Mar nýlega eða þann 25.mars sl. Eftir smá fortölur fékk hún að kaupa sér síma sem hana hafði langað í. Þar sem hún ákvað sjálf að binda restina af peningunum í 5 ár samþykktum við foreldrarnir þetta.
Hún keypti sér samsung x830 svartan að lit sem kostar 30.000kr.

S.l. miðvikudag 11. apríl  á milli 15:00 og 16:30 var hún stödd í  Gallerí búðinni á Hafnargötunni hér í Keflavík. Þar lagði hún símann frá sér í búðarhillu og gleymdi honum í um 10-15 mín. og var hann horfinn þegar hún áttaði sig.

Inni í búðinni á þessum tíma tvoru tvær stúlkur,  sem dóttir mín telur að hafi verið um 14-18 ára gamlar ( önnur á náttbuxum)  Hana grunar þessar stúlkur um að hafa tekið símann. Kvöldið sem að síminn var tekinn hringdi dóttir mín í númerið sitt og þá svaraði stelpa sem skellti strax á.

Dóttir mín er eðlilega miður sín yfir símanum og þar sem 30.000kr. og eru mjög mikill peningur fyrir unga krakka.

Ef einhver, sem les þetta, gæti hugsanlega vitað eitthvað um símann, eða hver tók hann, yrði dóttir mín mikið glöð að frétta af því, svo maður tali nú ekki um ef það leiddi til þess að hún fengi símann sinn aftur. Hægt væri að hafa samband við móður hennar í síma 868-4534 eða þá að honum yrði skilað í Gallerí á Hafnargötunni.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024