Hver ók á kött?
Í gær, miðvikudaginn 26. ágúst, var ekið á köttinn minn hjá hraðahindrun á móts við Akurbraut 24. Þetta mun hafa gerst í hádeginu. Kötturinn er mjaðmagrindabrotinn en mun líklega ná sér.
Sá eða sú, sem telur sig hafa orðið fyrir þessu óhappi, og vill kannski róa sál sína og hjálpa mér líka í þessu, vinsamlega hafi samband við mig í síma 699 3527.
Ég vil þakka nágranna og stúlku á gráum Yaris kærlega fyrir að hlúa að kettinum. Takk fyrir umhyggjunaþ
Íbúi við Akurbraut í Innri Njarðvík