Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

  • Hver er bæjarstjóraefni flokkanna?
  • Hver er bæjarstjóraefni flokkanna?
Þriðjudagur 13. maí 2014 kl. 14:36

Hver er bæjarstjóraefni flokkanna?

- Margeir Vilhjálmsson skrifar

Ég er ekki kjósandi í Reykjanesbæ en Keflvíkingur í húð og hár. Hef fylgst með kosningabaráttu (greinaskrifum) frambjóðenda (og annarra sem ekki eru frambjóðendur) til sveitarstjórnarkosninga af miklum áhuga, þar sem ég er ábyrgur fyrir rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustu á svæðinu.

Það er ánægjulegt fyrir bæjarbúa að það er mikið af góðu fólki sem skipar framboðslistana.

Ég hef tekið út nokkur atriði sem mér þætti gaman (og vonandi fleirum) að fá umræðu um.

1. Samkvæmt greinaskrifum er skuldastaða Reykjanesbæjar eitt af stóru vandamálunum sem takast þarf á við. Hvernig á að takast á við vandann? Það er ljóst að um leið og á að spara er erfitt að hækka frístundakort, umönnunnargreiðslur alla þá þjónustu sem kostuð er af bæjarsjóði.
Eru bæjarbúar að sjá fram á að starfsmönnum Reykjanesbæjar verði fækkað töluvert til að hægt sé að leysa vandann?

2. Hvaða hugmyndir hafa framboðin um fjölgun starfa í Reykjanesbæ og hvernig á að gera þau að veruleika?

3. Því hefur verið kastað fram að Reykjanesbær megi ekki verða verksmiðjubær og nýtt álver muni spúa hér yfir bæinn mengun sem verði óbætanleg til frambúðar.  Nú keyri ég Reykjanesbrautina á hverjum degi - Álver Rio Tinto Alcan hefur staðið við Reykjanesbrautina frá því ég man eftir mér. Svipuð vegalengd er frá því álveri að byggð og í Reykjanesbæ. Aldrei hef ég heyrt nokkurn mann um að Hafnarfjörður sé verksmiðjubær.  Er það stefna einhverra framboða að stöðva framkvæmdir við álverið og koma því þannig fyrir að það verði aldrei byggt?

4. Sjálfstæðisflokkurinn teflir fram Árna Sigfússyni sem bæjarstjóraefni. Hin framboðin vilja ráða ópólitískan bæjarstjóra (sem sums staðar hefur verið talað um að eigi að vera fagmaður í rekstri). Hvaða maður, eða menn eru kandídatar framboðanna í stöðuna. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir bæjarbúa að vita hver eigi að sinna þessu starfi næstu fjögur árin.

Með fyrirfram þökk fyrir málefnalega umræðu.

Margeir Vilhjálmsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024