Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Hver er arfleifð E listans
Mánudagur 9. febrúar 2009 kl. 11:13

Hver er arfleifð E listans

E listinn hefur á þessu kjörtímabili hrósað sér fyrir styrka fjármálastjórn og Birgir oddviti farið um það mörgum orðum hvernig þeir hafi "bjargað "sveitarfélaginu úr fjárhagslegu feni eftir stjórnartíð H-listans.  Skemmtilega orðuð söguskýring - en röng.

Rétt er það að H-listinn tók þá ákvörðun á sínum tíma að skuldsetja sveitarfélagið með það að markmiði að fjölga íbúum til að ná hagkvæmri stærð og komast yfir 1000 íbúa markið. Þetta tókst og með slíkum ágætum að um var talað, það var markaðátakið "Vogar færast í vöxt".

Þegar E-Listinn tók við gerðu þeir nær öll mistök sem meinfýsnir öfundarseggir gera og þeir brutu allar reglur sem góðir umbjóðendur þegna sinna ættu að fylgja.  Í stað þess að styrkja bæjarfélagið og vinna þegnum sínum í hag þá réðust þeir á stofnanir og stjórnendur með það fyrst og fremst að markmiði að losa sig við alla sem ekki voru þeim samsinna. Þessar aðgerðir náðu að fæla frá margt gott fólk sem hafði byggt upp blómlegt starf á ýmsum sviðum.

Síðan að þessir áhugamenn tóku við stjórn sveitarfélagsins hafa 5 millistjórnendur hætt störfum og þetta hefur bitnaði á Vogabúum á tvennan hátt.  Unglingar voru fældir frá afþreyingu og skólastarfið var nánast því lagt í rúst með tilheyrandi kostnaði (Hvað voru margir á biðlaunum og starfslokasamningum í einhverjum furðulegustu mannabreytingum sem sést hafa). Þegar undirritaður  bað um upplýsingar um starfsmannaveltu í skólanum tók aðstoðarskólastjóri fyrst vel í beiðnina, en við ítrekun nokkrum dögum síðar kom í ljós að skyndiskólastjóri vildi "fara yfir listann " fyrst.  Sá listi sem þá leit dagsins ljós var sminkaður í bak og fyrir og án stuðnings í rauveruleikanum. Þar gleymdist að telja upp nokkra tugi prósenta sem uppá vantaði.  Svo er ballinu haldið áfram með aðstoð sérfræðinga með tilheyrandi kostnaði og starfsmannayfirbygging á Sveitastjórnarskrifstofu blásin upp, væntanlega vegna þess að það er svo erfitt að halda utanum alla óráðsíuna sem í gangi ER.

Við uppgjör 2008 kom svo í ljós að hin styrka stjórn var alls ekki styrk, og plúsar breyttust á undrahraða í mínusa. Í einu mesta góðæri sögunnar hafði E-listanum ekki tekist að halda sjó, þvert á móti.   Alvarlegast er þó ástandið núna. Einmitt þegar við þurfum á skynsamlegri stjórn sveitarfélagsins að halda hvað bæði fjármál og viðhald grunnþjónustu varðar, þá stekkur E-listinn af stað með fjármálastefnu sem byggist upp á sömu vankunnáttu og skorti á stefnu og framsýni og vanalega. Þeir gera ráð fyrir 8% minnkun á skatttekjum á meðan ríkistjórnin gerir ráð fyrir 19%.  Þeir vanmeta áhrif atvinnuleysis sem mun leiða til búferlaflutninga og stórminnkandi neyslu.  Þeir setja svo fram lofræðu um að standa vörð um grunnþjónustu, en leggja til á sama tíma að skera niður keyrslu í tónlistarskólann í Reykjanesbæ og líka í F.S en ráðast heldur í uppbyggingu í svokölluðu Miðbæjarsvæði ásamt öðrum gæluverkefnum  sem skilar litlu eða engu í sveitarsjóð.

Við nánari athugun kemur reyndar í ljós að þá eiga þeir við aðkeypta verktaka og byggingu miðbæjarkjarna fyrir háverðs vöruverslun og bæjarstjórnarsetu. Ég held að tími sé kominn til að berja á bumbur fyrir utan bæjarskriftofuna í Sveitarfélaginu Vogum áður en óráðsíumennirnir sigla okkur í kaf.  

Jón Elíasson ?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024