Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Hver borgar?
Fimmtudagur 8. maí 2008 kl. 17:32

Hver borgar?

Fyrir ekki svo löngu ákvað bæjarstjórnin að frítt yrði fyrir alla í strætó, sem að mínu mati er ein sú besta ákvörðun sem tekin hefur verið. Börn nú til dags eru allt of háð því að foreldrarnir séu tilbúnir að hendast með þau hingað og þangað, á þessa æfingu og hina. Ég tel því að það að hafa stætóferðirnar gjaldfrjálsar sé liður í því að styrkja krakkana í samfélaginu til sjálfstæðis, sérstaklega þar sem stefna bæjarins er að börn taki virkan þátt í menningarlífi bæjarins.


Ég bý í Innri Njarðvík og hef ég reynt að nota bílinn sem minnst, en það er langur gangur niður í miðbæ og hef ég því oft notað strætó til að fara til baka. Ég veit að reglurnar banna hjólabretti og þess háttar en ég taldi að það væri nú allt í lagi að fara með barnavagn. En nánast í hvert skipti hef ég mætt lélegu viðmóti og jafnvel ruddalegum dónaskap frá bílstjórunum, eins og maður sé að trufla þá, einn neitaði að opna aftari hurðina fyrir mig og annar keyrði fram hjá mér. Ég velti því þá fyrir mér  hver borgar brúsann?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Auðvitað tel ég mig vita að það séum við, íbúar bæjarins, sem greiðum þetta en ætli það séu kannski strætóbílstjórarnir sem sjá um að borga?

Ég geri mér grein fyrir að meiri hluti þeirra sem sækja strætóinn eru skólakrakkar og þeir sem vinna með börnum ættu að vera sammála mér í því að það að vinna með börnum er enginn dans á rósum. Það er starf sem reynir til hins ýtrasta á þolinmæði og umburðarlyndi manns og ef maður hefur hvorugt þá er þetta hreinlega ekki starfið fyrir mann.

Ég ætla mér ekki að alhæfa hér en ég tel ég að gott sé að koma umræðunni af stað þar sem það eru jú við sem borgum fyrir þessar fríu ferðir og það erum við og börnin okkar sem nýta sér þessa þjónustu. Vil ég því með þessu ráðleggja bílstjórum að líta aðeins í eiginn barm og hugsa hvort að þetta sé starf sem þeir eru tilbúnir að sinna með öllum þeim góðum og slæmu dögum sem fylgja og hvort þeir hafi í raun þá þolinmæði og umburðalyndi sem þarf.

 

Virðingafylst

Hrefna B. Sigvaldadóttir