Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 28. september 2000 kl. 14:41

Hvar eru hjálmarnir?

Nýjustu leikföng barna í dag eru hin geysivinsælu hlaupahjól, sem mjög margir foreldrar hafa gefið börnum sínum. Eitt skil ég ekki alveg, börnin eru öll hjálmlaus! Hvað er eiginlega að gerast? Við brýnum fyrir börnum okkar að vera með hjálm á hjóli og á línuskautum en ekki á hlaupahjóli. Það er eins og alltaf þurfi einhver að slasast illa til að fólk taki við sér. Börnin segja að það sé svo hallærislegt að vera með hjálm á hlaupahjóli. Hver ákvað það? Kæru foreldrar og forráðamenn tökum okkur nú saman og forðum börnum okkar frá slysum og látum öll börn nota hjálm, breytum viðhorfi barnanna og látum vera hallærislegt að nota EKKI hjálm. Rannveig Sigurðardóttir, móðir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024