Hvalsneskirkja hverfur
Þá er komið að Suðurnesjamönnum að taka afstöðu til umhverfisverndar.Getum ekki bæði sleppt og haldið.Annað hvort veðjum við á náttúruna eða ekki, það er ekki pláss fyrir stóriðju um leið og við viljum vernda náttúruleg gæði Suðurnesja með tilheyrandi náttúruskoðun fyrir heimafólk og ferðamenn.
Nú á að reisa álver í blessaðri Helguvíkinni en um leið þarf að raska náttúrunni í kring,meir en margan grunar.
Tvær þjóðir í landinu?
Ég upplifi stundum tvær þjóðir í okkar elskulega landi.Annars vegar þeir sem vilja skapa ný atvinnutækifæri í samhljóma við náttúruna og hins vegar þeir sem vilja reisa loftmengandi stóriðju.
Í mínum huga er þetta einfalt; það liggur fyrir að loftmengun á jörðunni sé farin að há veðurfarinu,hlýnun jarðar er óhjákvæmileg ef við ekki grípum í taumana. Við erum vitni að þessu. Það þýðir ekki að loka augunum og leiða þessa óþægilegu staðreynd hjá sér. Við verðum að taka heilbrigða afstöðu til umhverfisins.Ísland er fallegt í dag,loftið er hreint, margir staðir enn ósnortnir og lausir við ágang mannsins. En hversu lengi?
Það er alltaf verið að benda okkur á að staldra við í lífsgæðakapphlaupinu sem bitnar á börnum okkar. Við þurfum að sinna þeim og vernda, því þau geta ekki varið sig sjálf. Ég vil snúa þessari sömu hugsun yfir á náttúruna,því náttúran getur ekki varið sig sjálf. Við megum ekki láta örvæntingu og peningagræðgi villa okkur sýn.
Ekki plata mig!
Ekki telja okkur trú um að lítil loftmengun verði af álveri í Helguvík.Loftmengun mun ná alla leið út á Berg, til barnanna sem anda þar. Hún nær líka til hestanna á Mánagrund. Hvaða gæði verða þá í graslendinu þar?Þetta skiptir allt máli í heildarmyndinni.Meintur gróði af svona fyrirtæki er skammgóður vermir miðað við allt það sem tapast.
Ekki segja fólki að það sé svo gott að vinna í álveri, því þar séu svo góð laun.Það minnist engin á það að þetta eru mjög óhollir vinnustaðir. Geturðu ímyndað þér að það sé hollt að anda að sér loftinu inni í álveri? Vissirðu t.d. að segulsvið er svo magnað á svona vinnustað að starfsmenn leika sér að því að láta hefðbundnar teskeiðar festast saman! Hvaða áhrif heldurðu að þannig rafsegulsviðsmengun hafi á líffæri starfsmanna? Er kannski hvítblæði og krabbamein algengara á meðal þeirra eða astmi og lungnasjúkdómar?
Hvað er að? Hvers vegna er verið að fegra þetta fyrir almenningi? Hverjir eiga svo að vinna þarna? Eru útlendingar kannski að opna álver fyrir útlenska starfsmenn?
Sleikjuháttur við útlendinga
Við niðurgreiðum rafmagn til útlendrar stóriðju en ekki til íslenskra fyrirtækja sem nota mikið rafmagn, t.d. gróðurhúsabænda og tölvufyrirtækja. Skrýtið? Ódýr raforka til útlendinga en ekki til okkar. Hvað er að? Hvers vegna aðstoða yfirvöld ekki okkar eigið fólk til að stofna fleiri vistvæn fyrirtæki sem geta sótt á útlendan markað?
Það eru nýir tímar framundan, það eru að skapast ný atvinnutækifæri sem felast ekki í því að nota úreldar leiðir til atvinnusköpunar á borð við álver. Svona var fortíðin.
Það er mjög einfalt fyrir ráðamenn að skrifa undir eitthvað plagg og leyfa svona atvinnustarfsemi. Já vera bara kærulaus með afleiðingarnar og telja fólki trú um að þetta sé allt í lagi.Jafnvel að telja sjálfum sér trú um það. Það er líka svo óþægilegt að hafa áhyggjur af umhverfinu.Við vitum að þetta er rangt sem verið er að gera,þess vegna er þetta óþægilegt.
Sandgerðingar og vaxandi ferðamennska?
En hvað er framundan fyrir Suðurnes ef af álversframkvæmdum verður? Ég bý í Sandgerði, er innfæddur Keflvíkingur, svo málið er mér skylt á alla kanta.Ef ég væri ekki innfædd Suðurnesjakona, þá væri mér málið samt skylt bara vegna þess að ég ber ábyrgð á því að koma umhverfinu heilbrigðu til næstu kynslóðar.Við berum öll ábyrgð.
Sandgerðingar hafa undanfarin ár barist fyrir því að fá Ósabotnaveg en sá vegur á að tengja Stafnesið við Hafnir og mun liggja framhjá sögufrægri Hvalsneskirkju, stolti Sandgerðinga. Þeir vilja með þessu móti auka ferðamennsku um svæðið. Það liggur í augum uppi að ef af álversframkvæmdum verður þá þarf að reisa fyrirferðamikil og risastór rafmagnslínumöstur meðfram þessum sama Ósabotnavegi og um leið hverfur fögur ásýnd þessa svæðis. Hvalsneskirkja mun hverfa í rafmagnslínuskógi!
Ósabotnavegur verður þá línuvegur,með tilheyrandi jarðraski og eyðileggingu landsins.Viljum við það? Vilja Sandgerðingar láta landið eftir?
Íbúafund strax!
Það er skylda yfirvalda að boða til íbúafundar um þessi mál, leggja spilin á borðið, fræða fólk, svo við vitum hverju er verið að fórna fyrir álver í eigu útlendinga. Það má ekki leyna okkur þessum upplýsingum, þetta er grafalvarlegt mál sem varðar alla. Ég ásamt fleirum sem ég hef rætt við, viljum upplýstan fund á Suðurnesjum með ráðamönnum og einnig fulltrúum Landverndar. Við krefjumst þess!
Svona í lokin. Maður á ekki alltaf að segja það sem maður hugsar en ég læt það flakka: Mér finnst það ansi kyndugt að bæjarstjóri Reyknesbæinga skyldi flytja svona langt í burtu frá besta útsýnisstað álversins. Hann hefur þá kannski ekki viljað sjá álver út um eldhúsgluggann eða anda að sér eiturgufunum?
Marta Eiríksdóttir
Nú á að reisa álver í blessaðri Helguvíkinni en um leið þarf að raska náttúrunni í kring,meir en margan grunar.
Tvær þjóðir í landinu?
Ég upplifi stundum tvær þjóðir í okkar elskulega landi.Annars vegar þeir sem vilja skapa ný atvinnutækifæri í samhljóma við náttúruna og hins vegar þeir sem vilja reisa loftmengandi stóriðju.
Í mínum huga er þetta einfalt; það liggur fyrir að loftmengun á jörðunni sé farin að há veðurfarinu,hlýnun jarðar er óhjákvæmileg ef við ekki grípum í taumana. Við erum vitni að þessu. Það þýðir ekki að loka augunum og leiða þessa óþægilegu staðreynd hjá sér. Við verðum að taka heilbrigða afstöðu til umhverfisins.Ísland er fallegt í dag,loftið er hreint, margir staðir enn ósnortnir og lausir við ágang mannsins. En hversu lengi?
Það er alltaf verið að benda okkur á að staldra við í lífsgæðakapphlaupinu sem bitnar á börnum okkar. Við þurfum að sinna þeim og vernda, því þau geta ekki varið sig sjálf. Ég vil snúa þessari sömu hugsun yfir á náttúruna,því náttúran getur ekki varið sig sjálf. Við megum ekki láta örvæntingu og peningagræðgi villa okkur sýn.
Ekki plata mig!
Ekki telja okkur trú um að lítil loftmengun verði af álveri í Helguvík.Loftmengun mun ná alla leið út á Berg, til barnanna sem anda þar. Hún nær líka til hestanna á Mánagrund. Hvaða gæði verða þá í graslendinu þar?Þetta skiptir allt máli í heildarmyndinni.Meintur gróði af svona fyrirtæki er skammgóður vermir miðað við allt það sem tapast.
Ekki segja fólki að það sé svo gott að vinna í álveri, því þar séu svo góð laun.Það minnist engin á það að þetta eru mjög óhollir vinnustaðir. Geturðu ímyndað þér að það sé hollt að anda að sér loftinu inni í álveri? Vissirðu t.d. að segulsvið er svo magnað á svona vinnustað að starfsmenn leika sér að því að láta hefðbundnar teskeiðar festast saman! Hvaða áhrif heldurðu að þannig rafsegulsviðsmengun hafi á líffæri starfsmanna? Er kannski hvítblæði og krabbamein algengara á meðal þeirra eða astmi og lungnasjúkdómar?
Hvað er að? Hvers vegna er verið að fegra þetta fyrir almenningi? Hverjir eiga svo að vinna þarna? Eru útlendingar kannski að opna álver fyrir útlenska starfsmenn?
Sleikjuháttur við útlendinga
Við niðurgreiðum rafmagn til útlendrar stóriðju en ekki til íslenskra fyrirtækja sem nota mikið rafmagn, t.d. gróðurhúsabænda og tölvufyrirtækja. Skrýtið? Ódýr raforka til útlendinga en ekki til okkar. Hvað er að? Hvers vegna aðstoða yfirvöld ekki okkar eigið fólk til að stofna fleiri vistvæn fyrirtæki sem geta sótt á útlendan markað?
Það eru nýir tímar framundan, það eru að skapast ný atvinnutækifæri sem felast ekki í því að nota úreldar leiðir til atvinnusköpunar á borð við álver. Svona var fortíðin.
Það er mjög einfalt fyrir ráðamenn að skrifa undir eitthvað plagg og leyfa svona atvinnustarfsemi. Já vera bara kærulaus með afleiðingarnar og telja fólki trú um að þetta sé allt í lagi.Jafnvel að telja sjálfum sér trú um það. Það er líka svo óþægilegt að hafa áhyggjur af umhverfinu.Við vitum að þetta er rangt sem verið er að gera,þess vegna er þetta óþægilegt.
Sandgerðingar og vaxandi ferðamennska?
En hvað er framundan fyrir Suðurnes ef af álversframkvæmdum verður? Ég bý í Sandgerði, er innfæddur Keflvíkingur, svo málið er mér skylt á alla kanta.Ef ég væri ekki innfædd Suðurnesjakona, þá væri mér málið samt skylt bara vegna þess að ég ber ábyrgð á því að koma umhverfinu heilbrigðu til næstu kynslóðar.Við berum öll ábyrgð.
Sandgerðingar hafa undanfarin ár barist fyrir því að fá Ósabotnaveg en sá vegur á að tengja Stafnesið við Hafnir og mun liggja framhjá sögufrægri Hvalsneskirkju, stolti Sandgerðinga. Þeir vilja með þessu móti auka ferðamennsku um svæðið. Það liggur í augum uppi að ef af álversframkvæmdum verður þá þarf að reisa fyrirferðamikil og risastór rafmagnslínumöstur meðfram þessum sama Ósabotnavegi og um leið hverfur fögur ásýnd þessa svæðis. Hvalsneskirkja mun hverfa í rafmagnslínuskógi!
Ósabotnavegur verður þá línuvegur,með tilheyrandi jarðraski og eyðileggingu landsins.Viljum við það? Vilja Sandgerðingar láta landið eftir?
Íbúafund strax!
Það er skylda yfirvalda að boða til íbúafundar um þessi mál, leggja spilin á borðið, fræða fólk, svo við vitum hverju er verið að fórna fyrir álver í eigu útlendinga. Það má ekki leyna okkur þessum upplýsingum, þetta er grafalvarlegt mál sem varðar alla. Ég ásamt fleirum sem ég hef rætt við, viljum upplýstan fund á Suðurnesjum með ráðamönnum og einnig fulltrúum Landverndar. Við krefjumst þess!
Svona í lokin. Maður á ekki alltaf að segja það sem maður hugsar en ég læt það flakka: Mér finnst það ansi kyndugt að bæjarstjóri Reyknesbæinga skyldi flytja svona langt í burtu frá besta útsýnisstað álversins. Hann hefur þá kannski ekki viljað sjá álver út um eldhúsgluggann eða anda að sér eiturgufunum?
Marta Eiríksdóttir