Hvaða umsókn ætlar þú að samþykkja þann 26. maí?
Föngulegur hópur fæddur 1991 gekk í grunnskóla Grindavíkur og áttu þau eftir að ganga í gegnum ýmislegt. Það voru sigrar, gleði en einnig sorg. Við vorum skóluð til af eðal fólki. Góðir kennarar sáum um okkur og vorum við útskrifuð eftir að goðsagnirnar Kristín Mogensen og Pálmi höfðu lagt okkur lífsins reglurnar í 10.bekk. Það var yndislegt að alast upp í Grindavík. Árið 2017 hittust við nokkur skólasystkyni eitt kvöld um haustið, sumir fluttir aftur til Grindavíkur. Umræðurnar fóru á þá leiðina hvort að við ætluðum að setjast að í Grindavík eða ekki. Heitar umræður hófust um málefnin í okkar frábæra bæjarfélagi en voru mjög sammála um að hægt væri að gera betur.
En hvað á að gera? Ekkert gerist ef við höldum áfram að rökræða heima hjá okkur, en öll vorum við sammála að vilja ekki setjast á lista hjá neinum núverandi flokkum. Flest okkar höfðu áður fengið boð um slíkt en tilfinningin var oft sú að um væri að ræða skrautfjaðra sæti til þess að hafa einn ungan á lista. Það var því ákveðið að stofna framboð óháð pólitískum skoðunum og föngulegur hópur fenginn með í starfið. Staðreynd málsins er sú að ungu fólki í dag finnst hið pólitíska umhverfi ekki spennandi og hræðast það jafnvel. Að þurfa svara fyrir rótgróna flokka og láta skilgreina sig eftir honum er ekki aðlaðandi sérstaklega ekki ef þú ert að stíga þín fyrstu skref í pólitík. Rödd unga fólksins er framboð sem snýst ekki um hægri eða vinstri stefnu, heldur en um þjónustustefnu.
Sveitarfélag er rekið af íbúum þess og sveitafélag er þjónusta við íbúa. Bæjarfulltrúar eiga að sjá starf sitt sem þjónustufulltrúar bæjarins og vera sýnilegir í bæjarfélaginu. Með þjónustmiðaðri stjórnsýslu þarf að gera þjónustustefnu og gera allt starf þjónustumiðað. En hvað er átt við með því ? Sem dæmi má nefna umhverfið okkar, við þurfum að horfa á það að þjónusta íbúa við að flokka svo að það sé sem aðgengilegast, fjölga ruslatunnum um bæinn svo það sé aðgengilegra henda rusli á göngu mynda þannig umhverfi að þú sérð ekkert annað í stöðunni en að stefna að grænni Grindavík. Þjónustan þarf að vera þarfagreind svo hægt sé að vinna fyrst að þar sem þörfin er mest og taka ákvarðanir með tölulegar staðreyndir á bak við. Til þess að koma í veg fyrir þjónustufall, þarf bæjarstjórn að vera meðvituð um væntingar og óskir íbúa. Til þess að þjónustan verð sem best á er kosið skiptir máli að starfsmennirnir sem starfa við þessa þjónustu viti hlutverk sín og að starf þeirra sér virt og metið. Starfsmennirnir þurfa að finna fyrir því að það sé brugðist við þeim aðstæðum sem koma upp í þeirra starfi af skilning og virðingu og að skoðanir þeirra skipti máli.
Ég tel mikilvægt að breiðar skýrskotun sé við ákvörðunartöku borðið og einnig tel ég það veita aðhald. Við getum ekki tekið því sem sjálfsögðum hlut að vera kosin til sveitastjórnar, það eru forréttindi og það á enginn neitt í pólitík. Aðhald er góður hlutur það heldur fólki á tánum og hvetur fólk til þess að koma fram með hugmyndir sem það hefur eldmóð fyrir. Rödd unga fólksins heyrist hæst þegar við stöndum saman. Verum samfélag sem hefur eldmóð og metnað fyrir að vera leiðandi og fyrirmyndar bæjarfélag.
Við hjá Rödd unga fólksins sækjum því um í þessu kosningum um að vera þjónustufulltrúi þinn á næstkomandi kjörtímabili. Hvaða umsókn ætlar þú að samþykja þann 26.maí næst komandi ?
Helga Dís Jakobsdóttir
viðskiptafræðingur og mastersnemi í þjónustustjórnun og í 1. sæti hjá Rödd unga fólksins