Hvað ungur nemur, gamall temur
Ég vil þakka Guðbrandi kærlega fyrir ábendinguna og biðja hann afsökunar á þessum misskilningi. Hvað ungur nemur, gamall temur á kannski réttast við hér. En það að vitleysan hafi ekki verið meiri en eitt nafnavíxl tel ég bara skrambi góðan árangur eftir ekki lengri reynslu af pólitísku starfi og greinarskrifum en tvö þrjú ár. Ég vona að manni verði fyrirgefið mistökin.
Guðbrandur veit að það er mjög krefjandi og umfram allt mikilvægt að starfa í minnihluta. En það lítur stundum út eins og að minnihlutinn sofni á verðinum og sitji hjá aðgerðarlaus og svo allt í einu vakni hann upp og berji í borðið á kolvitlausum tíma og þá er verið að ræða eitthvað eins og til dæmis fjölgun bílastæða við fjölbraut sem er búið að bíða lengi eftir. En ég tek samt upp hanskann fyrir Guðbrandi í því máli þar sem fram hefur komið að hann sé fylgjandi drögunum að deiliskipulaginu.
En Guðbrandur getur treyst því að grein mín um "auman minnihluta" var og er áskorun á minnihlutann og það gleður mig að hann ætli að taka henni.
Andri Örn Víðisson
Ritari Heimis, FUS í Reykjanesbæ
www.homer.is
Guðbrandur veit að það er mjög krefjandi og umfram allt mikilvægt að starfa í minnihluta. En það lítur stundum út eins og að minnihlutinn sofni á verðinum og sitji hjá aðgerðarlaus og svo allt í einu vakni hann upp og berji í borðið á kolvitlausum tíma og þá er verið að ræða eitthvað eins og til dæmis fjölgun bílastæða við fjölbraut sem er búið að bíða lengi eftir. En ég tek samt upp hanskann fyrir Guðbrandi í því máli þar sem fram hefur komið að hann sé fylgjandi drögunum að deiliskipulaginu.
En Guðbrandur getur treyst því að grein mín um "auman minnihluta" var og er áskorun á minnihlutann og það gleður mig að hann ætli að taka henni.
Andri Örn Víðisson
Ritari Heimis, FUS í Reykjanesbæ
www.homer.is