Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Hvað finnst þér?
Fimmtudagur 10. maí 2007 kl. 11:13

Hvað finnst þér?

Hvernig má það vera að þessi ríka þjóð okkar skuli ekki búa betur að öldruðum en raun ber vitni. Kaupmátturinn sem fjármálaráðherra talar sífellt um hefur ekki skilað sér til aldraðra. Ríkisstjórnin fullyrðir að hún hafi fært öldruðum stórkostlegar kjarabætur um síðust áramót, það eru bara blekkingar hjá þeim, tölur hér að neðan sýna annað.Útreikningar þessir eru fengnir á heimasíðu Tryggingastofnunar (reiknivélinni Reiknhildi).

 

 

 


 

Hér eru dæmi um einstakling sem býr einn og hefur ekkert úr lífeyrissjóði, fær eingöngu greiðslur  frá Tryggingarstofnun. Þá lítur launaseðillinn svona út:


Hækkun á launum frá 1. janúar er því aðeins 2.36%


Almenn hækkun samkvæmt reglu A.S.Í 2.9%


Hækkun skattleysismarka fór aðeins upp í 90.000.kr.


Því miður er heilbrigðiráðherra og ríkisstjórn búin að afskræma almannatryggingakerfið þannig að það er óskiljanlegt. Þá er búið að breyta Tryggingastofnun í stærstu innheimtustofnun fyrir skattinn. Skerðingar og eftirlitið með eignum aldraðra er það strangt að ef greiðslur koma til viðbótar frá lífeyrissjóði skerðist króna á móti krónu.


Hér eru dæmi um annan einstakling sem býr einn, en fær 25.000 kr. úr lífeyrissjóði:

 

Þessar tölur hér að framan segja meira en orð fá lýst þetta er staðreynd sem aldraðir verða að búa við í dag. Hér eru aðeins dæmi um tvo einstaklinga sem eru með svipaðar aðstæður, Það eru um 40 þúsund ellilífeyrisþegar í landinu og það er erfitt að finna tvo einstaklinga sem eru á sömu launum. Er ekki komin tími til að leiðrétta kjörin hjá þessum hópi?
Hjá mörgum öldruðum hefur áhyggjulaust ævikvöld snúist upp í martröð.  


Guðrún E. Ólafsdóttir
Formaður Eldri borgara á Suðurnesjum


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024