Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Hvað er barnið að segja?
Laugardagur 8. nóvember 2014 kl. 15:00

Hvað er barnið að segja?

Hvað er barnið að segja? er meðal umfjöllunarefni á námskeiði fyrir verðandi foreldra hjá 9mánuðum. Mosfellsbær niðurgreiðir 50% af þátttökugjaldinu. Margir þekkja þjáninguna sem fylgir því að skilja ekki ungabarnið sitt, vita ekki hvað það er að segja með merkjum sínum. Þetta námskeið er frábært hjálpartæki fyrir verðandi og nýorðna foreldra sem hjálpar þeim að skilja ungabörnin sín og svara þörfum þeirra. Rannsóknir sýna að það að foreldrar geti lesið í þarfir barna sinna styrkir tengsl þeirra á milli og eykur á vellíðan fjölskyldunnar.

„Fyrir nýja foreldra getur heimur ungabarna stundum virst mjög ruglingslegur, jafnvel bara það að leika við ungabarnið þitt og skilja merkin sem ungabarnið gefur frá sér, getur verið mjög erfitt. Rannsóknirnar sem ég hef gert á rannsóknarstofu minni með Alyson Shapiro og rannsóknir Ed Tronick og T. Berry Brazelton hafa sýnt að eitt af því mikilvægasta sem við getum gert sem foreldrar er að læra er að lesa merkin og vísbendingarnar sem ungabarnið ykkar gefur frá sér. Þannig getir orðið þú orðið næmari fyrir barninu þínu þegar þú leikur við það. Börn eru fædd tilbúin til að hafa samskipti við ykkur. Það er ekki til neitt vísindalega hannað leikfang, sem ungabarnið þitt hefur meiri áhuga á en andlitið á þér. Og það er ekki hægt að semja neina tónlist sem barnið þitt hefur meiri áhuga á en röddinni þinni.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Dr. John Gottman er höfundur námskeiðsins Ertu að verða foreldri? Það er nýtt námskeið hjá 9mánuðum heilsumiðstöð. Námskeiðið Ertu að verða foreldri? miðar einnig að því að kynna helstu breytingar sem verða þegar par verða foreldrar, og leggja til gagnleg verkfæri í það efni. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Ástþóra Kristinsdóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi hjá 9mánuðum.
Námskeiðið verður haldið að Hlíðarsmára 2 í Kópavogi miðvikudaginn 12. nóvember kl. 18:00 – 20:30. Skráning og nánari upplýsingar á 9manudir.is