Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 29. apríl 1999 kl. 22:46

HVAÐ ER AÐ GERAST Í FLUGSTÖÐINNI?

Mikið er rætt meðal fólks á Suðurnesjum um stjórnarhætti Framsóknar á Flugstöðinni. Forstjóri Framsóknarmanna hefur lagt mesta áherslu á að stækka skrifstofuna sína, tryggja framsóknarmönnum stöður og ganga erinda flokksins. Það er mikil gagnrýni á hvernig staðið er að sölumálum í Fríhöfninni. Þannig kvarta Samtök verslunarinnar og gleraugnasalar yfir óeðlilegum viðskiptaháttum í Flugstöðinni. Það virðist einnig sem færsla á búðum innan svæðisins sé ekki í samræmi við útboðið á sínum tíma. Rætt er um að fjárhagsstaðan sé ekki eins góð og af er látið og sérstakir afslættir af eigu séu í fullum gangi. Búið er að byggja upp fjölmennt bákn í kringum Framsóknarforstjórann. Hallað er réttu máli þegar skýrt var frá fjölgun starfa með því að telja hálfsdagsstörf fullgild, samskipti við fólk eru erfið og tölur um tekjuaukningu starfseminnar er byggð á vafasamri aðferðafræði. Vill fólk verðlauna þessa stjórnarhætti Framsóknarmanna með því að kjósa þá í vor? Svari hver fyrir sig? Þetta viðgengst allt í skjóli Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra, sem fer með málefni Flugstöðvarinnar, og Hjálmars Árnasonar þingmanns Framsóknar. Ágúst Einarsson Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024