Hvað er að gerast hjá einni mestu fiskveiðiþjóð veraldar?
Ástæða fyrir því að ég sest nú við skriftir er einfaldlega sú ,að mér þykir nóg um í hvaða farveg umræðan um þessi svo kölluðu “Kvóta litlu skip”er komin. Það verða að koma uppá yfirborðið báðar hliðar málsins. Það eru að verða 26 ár síðan að ég lögskráðist í mitt fyrsta skipsrúm. Þar af hef ég verið skipstjórnarmaður í rúm 20 ár, á bæði stórum skipum og litlum. Oft á þessum liðnu árum hef ég skipt um skipsrúm, eins og gerist og gengur og nú er komið að því enn einu sinni að skipta um skipsrúm. Ég fullyrði að það hefur aldrei verið eins erfitt að finna sér eitthvað að gera, útlitið er ekki gott það er einfaldlega ekkert framundan. Það má ekki orðið veiða neinn fisk!...Nú er svo komið að það er ekki lengur hægt að láta útgerðardæmið ganga upp...
Það er liðið rúmt ár síðan að ég tók við þessu skipi sem að ég stýri í dag ms. Aðalvík SH 443 frá Ólafsvík. Skipið er tæplega 240, brl., tog og netaskip. Þetta skip, útgerð og áhöfn byggðu sitt líf á „Leigukvóta“ sem að var mjög raunhæfur möguleiki fyrir ekki nema einu ári síðan.
En hvað hefur gerst á þessu ári? Leiguverð á kvóta hefur hækkað jafnt og þétt frá mánuði til mánaðar og nú er svo komið að það er ekki lengur hægt að láta útgerðardæmið ganga upp. Ég get ekki ímyndað mér að menn sem að ráða þróun mála á þessum svokallaða „Leigumarkaði“ hafi hugsað málið til enda.
Málin standa einfaldlega þannig að í dag eru fjöldinn allur af mönnum búinn að missa lífsviðurværi sitt, ekki til skammstíma eins og svo oft áður, heldur um alla eilífð.
Átta með konur og 19 börn að sjá fyrir
Mönnum er bannað samkvæmt lögum að bjarga sér í útgerð skipa hér í þessu landi. Ég get nefnt ykkur nærtækt dæmi:
Bara þetta skip ms. Aðalvík SH 443. Um borð eru að jafnaði níu stöðugildi, á bak við þessa níu menn eru fjölskyldur. Við erum átta sem erum með konur og börn til að sjá fyrir. Í þessum hópi eru 19 börn, svo má ekki gleyma því að einstaklingurinn þarf að lifa líka.
Svo eru það útgerðarmennirnir. Þeir eiga jafnvel yfir höfði sér fangelsisdóm. Þetta eru skuggalegar staðreyndir í ljósi þess að þetta fyrirtæki sem að stendur að rekstri og útgerð Aðalvíkur velti einum miljarði króna á síðasta ári og skilaði 50 miljónum í hreinan hagnað eftir skatta. Nú blasir það hins vegar við að þessir menn eru að missa allt sitt - það er einfaldlega allt komið í þrot.
Við verðum að snúa þessari þróun við
Mér finst það uggvænleg þróun mála í sjávarútvegi á Íslandi í dag að menn skuli eiga yfir höfði sér háar fjársektir og jafnvel fangelsisvist fyrir það eitt að vinna við það sem einkennt hefur þessa þjóð í árhundruð að veiða og vinna „fisk“. Það er eitthvað stórkostlegt að í okkar fiskveiðistjórnunarkerfi, að svona skuli málum komið svo víða um land.
Við verðum að snúa þessari þróun við. Við getum ekki horft uppá fjölda manns verða atvinnulausa, og eins og stefnir, verða gjaldþrota í kjölfarið. Þið ráðamenn góðir gerið ykkur vonandi grein fyrir því að það eru ekki bara útgerðirnar og útgerðamennirnir sem verða gjaldþrota, heldur fjöldinn allur af mönnum sem dregið hafa fram líf sitt af útgerð þessara kvótalitlu skipa. Svo má ekki gleyma því að þegar að þessi skip nú stoppa þá minnkar óneitanlega sá afli sem annars kom á land, og það bitnar beint á landverkafólkinu, þannig að margfeldisáhrif af þessu eru mikil, þegar á heildina er litið.
...það er miklu meira af fiski í sjónum en þessir menn vilja viðurkenna...
Ástæðan fyrir þessari þróun er svo sem ekkert einföld. Þarna spila saman margir samverkandi þættir, s.s. fyrir það fyrsta þá er ekki um að ræða nægilegar aflaheimildir. Það er einfaldlega ekkert umfram hjá kvótaeigendum til að leigja frá sér í dag. Þetta vitum við. Það er stjórnsvaldsaðgerð ákveðin af hálfu ríkistjórnar að undangengnu mati Hafrannsóknarstofnunar á ástandi fiskistofna. Þetta mat er að mínu viti einfaldlega rangt, það er miklu meira af fiski í sjónum en þessir menn vilja viðurkenna. Það er einfaldlega verið að veiða úr fiskistofni sem er ekki inni í heildarstofnmælingunni eins og hún er í dag. Það er staðreynd sem að þessir menn geta ekki neitað. Nægir þar að nefna allan djúpkantinn austan við Vestmanneyjar frá Kötlugrunni og jafnvel austar og vestur fyrir Surtsey. Þarna er og hefur verið til fjölda ára gríðarlegt magn af fiski, „þorski“ sem að veiðist í miklu magni í net, frá miðjum febrúar og fram til maíloka. Þetta er fiskur sem að trollskip og jafnvel línuskip verða vör við á haustin á miklu dýpi suður af landinu. Svo gengur hann upp undir kantinn og fer aldrei upp fyrir 100 Fm dýpi, svo er hann þarna á meðan hann er að hrygna á 100-270 Fm dýpinu. Meðan á þessu ástandi varir veiðist þessi fiskur í engin önnur veiðarfæri en net, svo hverfur hann á dýpið að því loknu, og þessu til staðfestu er þessi fiskur öðruvísi bæði í útliti og viðkomu.
Ég minni á að það er nú ekki langt síðan að fiskifræðingar viðurkenndu að fiskur hryggni nú víðar en suður og vestur af landinu. Að mínu áliti eru örugglega raunhæfar forsendur fyrir auknum aflaheimildum á næsta fiskveiðiári.
Þarna er á ferðinni mjög verðugt rannsóknarefni fyrir okkar fiskifræðinga.
„Leiguskipum svokölluðu þarf einfaldlega að farga“
En hvernig stendur á því að kvótaverð þarf að vera svona hátt þrátt fyrir lítið magn á markaði? Það er ekki bara spurning um framboð og eftirspurn að mínu viti. Ég spyr: Getur það verið að þar ráði málum að einhverju leiti yfirlýst stefna bæði sjómannasamtakanna og samtaka útvegsmanna að þessum „Leiguskipum svokölluðu þarf einfaldlega að farga“. Mér finnst einhvern veginn sem þátttakandi í þessu öllu saman að það sé einfaldlega verið að svelta okkur til dauða.
Það er staðreynd að Sjómannasambandið, þ.e a.s. forystumaður þess, hefur látið út úr sér opinberlega ummæli sem mér og fleirum finnst nóg um að heyra. Á þessum ummælum öllum má skilja að við, þessir sjómenn sem róið hafa sjálfviljugir á þessum kvótalitlu skipum, séum einhvers konar annars flokks sjómenn.
Gerir hann sér grein fyrir því sem hann segir maðurinn? Ég leyfi mér að benda á að við erum nógu góðir þegar kemur að því að borga gjöldin okkar til félaganna. Ég spyr forystumenn sjómannasamtakana. Ég spyr forystumenn Skipstjóra og Stýrimanna og ég spyr forystumenn útvegsmanna. Í umboði hverra eruð þið að vinna? Gerið þið ykkur ekki grein fyrir því að þið eruð forystumenn allra sjómanna og allra útvegsmanna! En ekki bara „Kvótasjómanna og Kvótaútgerða“.
...oft á tíðum hefur mér fundist ég vera hundeltur, glæpamaður eða „Mafíuósi“...
„Fiskistofa“ er nafn á fyrirbrigði, sem er að nafninu til stofnun sem heyrir undir Sjávarútvegsráðuneytið, „fiskistofa“ var reist á rústum „Ríkismats sjáfarafurða“ sem var lögð niður á sínum tíma vegna þess að það þótti orðið svo stórt og mikið „Batterí“ Það var komin yfirhleðsla á dæmið. Það átti að einfalda hlutina. En hvernig er komið málum í dag?
Þannig er komið, svo að ég segi nú frá sem skipstjóri starfandi eftir kvótalögum samþyktum af ríkistjórn Íslands.
Ég get ekki orða bundist lengur, ég segi það satt, að oft á tíðum hefur mér fundist ég vera hundeltur, glæpamaður eða „Mafíuósi“ eða svona eins og ég get ímyndað mér hvernig það er. Ég hef enga reynslu aðra en úr bíómyndum framleiddum í henni Hollywood, þegar ég segi það, eftir samskipti mín við þessa „Fiskistofu“ eða starfsmenn hennar. Hún er jú útávið ekkert annað en starfsfólkið ekki satt? Hvernig stendur á því að þessir menn eru ekki í Lögreglubúningum við störf sín. Lesendur góðir, það að þurfa að starfa undir oki „fiskistofu“ er ekkert grín.
...frekja, yfirgangur, valdhroki, og almenn ókurteisi...
Framganga þessara manna er oft á tíðum hreint með ólíkindum, frekja, yfirgangur, valdhroki, og almenn ókurteisi. Ég leyfi mér að benda á, samkvæmt sjómannalögum hefur skipstjóri í öllum efnum hið æðsta vald á skipinu. Sú staðreynd skiptir engu máli. Þeir eru svo yfir okkur hafnir að það þarf ekki einu sinni að lögskrá þá um borð, líkt og aðra áhafnarmeðlimi. Samt gegna þeir störfum oft sambærilegum og hjá öðrum áhafnarmeðlimum. Ég ætla ekki að nefna nein dæmi hér í þessum pistli en ég get fullvissað ykkur lesendur góðir að þau eru ærin. Ég skil ekki þessa framkomu. Vissulega er þetta einstaklingsbundið sem betur fer en, undantekningin sannar regluna ekki satt.
Ég efa að ákvarðanir Fiskistofu, oft á tíðum, standist alþjóðalög...
Ef að „Fiskistofa“ á að starfa í núverandi mynd þá geri ég það að tillögu minni að stofnunin heyri undir Dómsmálaráðuneytið líkt og Landhelgisgæslan. Með því tel ég þessa stofnun betur í stakk búna að takast á við þau verkefni sem að til falla með þeim hætti sem raunin er á í dag.
Eins og málum er fyrir komið í dag efast ég stórlega um störf stofnunarinnar. Ég efa að ákvarðanir hennar, oft á tíðum, standist alþjóðalög.
Við búum í lýðræðisríki með aðskilið dóms- og ákæruvald. En hvað gerir þessi stofnun trekk í trekk. Hún hikar ekki við að í sama bréfinu er manni birt ákæra og dómur og í öllum tilfellum kemur refsingin til framkvæmda strax. Svo er beðið dómsúrskurðar ef að um slíkt er að ræða, vegna þess að í sama bréfi er látið að því liggja, að ætla að sækja rétt sinn hjá dómstólum, stoði ekki neitt, vegna þess að þetta sé „Stjórnvaldsaðgerð“ ákvörðuninni verði ekki haggað. Ég geri það líka að tillögu minni að þetta fólk sem starfar undir „fiskistofu“ verði allt sent í Lögregluskóla ríkisins. Það er ekki vanþörf á. Þetta fólk eins og framganga mála er getur á engan hátt skilið á milli: óhappaverka, óviljaverka, og svo ásetningsbrota. Þetta fólk hefur einfaldlega ekki menntun til slíkra rannsókna. Þetta fyrirkomulag á málum okkar sjómanna gengur ekki lengur. Þetta kvótakerfi er búið að leggja líf alltof margra manna í rúst og ég tala nú ekki um mannorðið. Það hefur mörgum reynst þrautinni þyngri að endurreisa það.
Menn verða að opna augun fyrir því að þjóðin lifir á fiskveiðum og fiskvinslu
Við verðum að snúa þessari þróun mála við. Menn verða að opna augun fyrir því að þjóðin lifir á fiskveiðum og fiskvinslu; þetta er okkar auðlind, sem okkur ber að nýta til fulls, til hagsbóta öllum þegnum þessa lands, en ekki eins og þetta er í dag. Og það er staðreynd sem ekki er hægt að neita, að afrakstur auðlindarinnar fellur í hendur örfárra manna hér í þessu landi, sem svo halda öllu í „úlfakreppu“.
Ég þori líka að fullyrða það að þetta „kvótakerfi“ eins og það lítur út í dag er engum fjandsamlegra en einmitt þeim sem á annað borð eru að gera „ÚT“, af einhverri alvöru.
Ég skil ekkert í ykkur útgerðarmenn, eigendur á auðlind þjóðarinnar, að vilja ekki snúa þróun mála við. Við lifum ekki á því að „Vernda fisk. Við lifum á því að veiða fisk“.
...svigrúm til nýliðunnar í greinini er einfaldlega ekki gerleg við óbreytta „kvótalögjöf”.
Ég leyfi mér líka að benda á, ef það hefur farið framhjá fólki sem eitthvað hefur fylgst með málum tengdum sjávarútvegi, að „sjávarútvegsráðherra“ er jú dýralæknir.
Ég er ekkert hissa á því að ungt fólk vilji ekki orðið mennta sig til valda og áhrifa innan sjómannastéttarinar. Umræðan er oft með þvílíkum ólíkindum að halda mætti að þarna væru saman komnir allir helstu glæpamenn þjóðarinar, tómir þjófar og ræningar. Einnig það að svigrúm til nýliðunnar í greinini er einfaldlega ekki gerleg við óbreytta „kvótalögjöf”.
Ég vil minna sjómenn og fiskvinnslufólk á að það er að líða að kosningum, bæði til sveitastjórnar og Aþingis. Svo þarf nú annað slagið að kjósa til nýrrar forystu hjá okkar hagsmunafélögum.
Vald atkvæðaseðilsins er mikið, þetta vald verður seint af okkur tekið, vilji fólk á annað borð nýta það til breytinga. Ég vona að til þess þurfi ekki að koma. Ég vona svo sannarlega að þeir sem að mestu ráða um okkar hag sjái sér um hönd og beiti sér í þá átt að allir sitji við sama borð og að kökunni verði skipt réttlátlega á milli þeirra aðila sem að málinu koma.
Virðingarfyllst,
Gísli Hallgrímsson
skipstjóri, Suðurgötu 19 Keflavík
Það er liðið rúmt ár síðan að ég tók við þessu skipi sem að ég stýri í dag ms. Aðalvík SH 443 frá Ólafsvík. Skipið er tæplega 240, brl., tog og netaskip. Þetta skip, útgerð og áhöfn byggðu sitt líf á „Leigukvóta“ sem að var mjög raunhæfur möguleiki fyrir ekki nema einu ári síðan.
En hvað hefur gerst á þessu ári? Leiguverð á kvóta hefur hækkað jafnt og þétt frá mánuði til mánaðar og nú er svo komið að það er ekki lengur hægt að láta útgerðardæmið ganga upp. Ég get ekki ímyndað mér að menn sem að ráða þróun mála á þessum svokallaða „Leigumarkaði“ hafi hugsað málið til enda.
Málin standa einfaldlega þannig að í dag eru fjöldinn allur af mönnum búinn að missa lífsviðurværi sitt, ekki til skammstíma eins og svo oft áður, heldur um alla eilífð.
Átta með konur og 19 börn að sjá fyrir
Mönnum er bannað samkvæmt lögum að bjarga sér í útgerð skipa hér í þessu landi. Ég get nefnt ykkur nærtækt dæmi:
Bara þetta skip ms. Aðalvík SH 443. Um borð eru að jafnaði níu stöðugildi, á bak við þessa níu menn eru fjölskyldur. Við erum átta sem erum með konur og börn til að sjá fyrir. Í þessum hópi eru 19 börn, svo má ekki gleyma því að einstaklingurinn þarf að lifa líka.
Svo eru það útgerðarmennirnir. Þeir eiga jafnvel yfir höfði sér fangelsisdóm. Þetta eru skuggalegar staðreyndir í ljósi þess að þetta fyrirtæki sem að stendur að rekstri og útgerð Aðalvíkur velti einum miljarði króna á síðasta ári og skilaði 50 miljónum í hreinan hagnað eftir skatta. Nú blasir það hins vegar við að þessir menn eru að missa allt sitt - það er einfaldlega allt komið í þrot.
Við verðum að snúa þessari þróun við
Mér finst það uggvænleg þróun mála í sjávarútvegi á Íslandi í dag að menn skuli eiga yfir höfði sér háar fjársektir og jafnvel fangelsisvist fyrir það eitt að vinna við það sem einkennt hefur þessa þjóð í árhundruð að veiða og vinna „fisk“. Það er eitthvað stórkostlegt að í okkar fiskveiðistjórnunarkerfi, að svona skuli málum komið svo víða um land.
Við verðum að snúa þessari þróun við. Við getum ekki horft uppá fjölda manns verða atvinnulausa, og eins og stefnir, verða gjaldþrota í kjölfarið. Þið ráðamenn góðir gerið ykkur vonandi grein fyrir því að það eru ekki bara útgerðirnar og útgerðamennirnir sem verða gjaldþrota, heldur fjöldinn allur af mönnum sem dregið hafa fram líf sitt af útgerð þessara kvótalitlu skipa. Svo má ekki gleyma því að þegar að þessi skip nú stoppa þá minnkar óneitanlega sá afli sem annars kom á land, og það bitnar beint á landverkafólkinu, þannig að margfeldisáhrif af þessu eru mikil, þegar á heildina er litið.
...það er miklu meira af fiski í sjónum en þessir menn vilja viðurkenna...
Ástæðan fyrir þessari þróun er svo sem ekkert einföld. Þarna spila saman margir samverkandi þættir, s.s. fyrir það fyrsta þá er ekki um að ræða nægilegar aflaheimildir. Það er einfaldlega ekkert umfram hjá kvótaeigendum til að leigja frá sér í dag. Þetta vitum við. Það er stjórnsvaldsaðgerð ákveðin af hálfu ríkistjórnar að undangengnu mati Hafrannsóknarstofnunar á ástandi fiskistofna. Þetta mat er að mínu viti einfaldlega rangt, það er miklu meira af fiski í sjónum en þessir menn vilja viðurkenna. Það er einfaldlega verið að veiða úr fiskistofni sem er ekki inni í heildarstofnmælingunni eins og hún er í dag. Það er staðreynd sem að þessir menn geta ekki neitað. Nægir þar að nefna allan djúpkantinn austan við Vestmanneyjar frá Kötlugrunni og jafnvel austar og vestur fyrir Surtsey. Þarna er og hefur verið til fjölda ára gríðarlegt magn af fiski, „þorski“ sem að veiðist í miklu magni í net, frá miðjum febrúar og fram til maíloka. Þetta er fiskur sem að trollskip og jafnvel línuskip verða vör við á haustin á miklu dýpi suður af landinu. Svo gengur hann upp undir kantinn og fer aldrei upp fyrir 100 Fm dýpi, svo er hann þarna á meðan hann er að hrygna á 100-270 Fm dýpinu. Meðan á þessu ástandi varir veiðist þessi fiskur í engin önnur veiðarfæri en net, svo hverfur hann á dýpið að því loknu, og þessu til staðfestu er þessi fiskur öðruvísi bæði í útliti og viðkomu.
Ég minni á að það er nú ekki langt síðan að fiskifræðingar viðurkenndu að fiskur hryggni nú víðar en suður og vestur af landinu. Að mínu áliti eru örugglega raunhæfar forsendur fyrir auknum aflaheimildum á næsta fiskveiðiári.
Þarna er á ferðinni mjög verðugt rannsóknarefni fyrir okkar fiskifræðinga.
„Leiguskipum svokölluðu þarf einfaldlega að farga“
En hvernig stendur á því að kvótaverð þarf að vera svona hátt þrátt fyrir lítið magn á markaði? Það er ekki bara spurning um framboð og eftirspurn að mínu viti. Ég spyr: Getur það verið að þar ráði málum að einhverju leiti yfirlýst stefna bæði sjómannasamtakanna og samtaka útvegsmanna að þessum „Leiguskipum svokölluðu þarf einfaldlega að farga“. Mér finnst einhvern veginn sem þátttakandi í þessu öllu saman að það sé einfaldlega verið að svelta okkur til dauða.
Það er staðreynd að Sjómannasambandið, þ.e a.s. forystumaður þess, hefur látið út úr sér opinberlega ummæli sem mér og fleirum finnst nóg um að heyra. Á þessum ummælum öllum má skilja að við, þessir sjómenn sem róið hafa sjálfviljugir á þessum kvótalitlu skipum, séum einhvers konar annars flokks sjómenn.
Gerir hann sér grein fyrir því sem hann segir maðurinn? Ég leyfi mér að benda á að við erum nógu góðir þegar kemur að því að borga gjöldin okkar til félaganna. Ég spyr forystumenn sjómannasamtakana. Ég spyr forystumenn Skipstjóra og Stýrimanna og ég spyr forystumenn útvegsmanna. Í umboði hverra eruð þið að vinna? Gerið þið ykkur ekki grein fyrir því að þið eruð forystumenn allra sjómanna og allra útvegsmanna! En ekki bara „Kvótasjómanna og Kvótaútgerða“.
...oft á tíðum hefur mér fundist ég vera hundeltur, glæpamaður eða „Mafíuósi“...
„Fiskistofa“ er nafn á fyrirbrigði, sem er að nafninu til stofnun sem heyrir undir Sjávarútvegsráðuneytið, „fiskistofa“ var reist á rústum „Ríkismats sjáfarafurða“ sem var lögð niður á sínum tíma vegna þess að það þótti orðið svo stórt og mikið „Batterí“ Það var komin yfirhleðsla á dæmið. Það átti að einfalda hlutina. En hvernig er komið málum í dag?
Þannig er komið, svo að ég segi nú frá sem skipstjóri starfandi eftir kvótalögum samþyktum af ríkistjórn Íslands.
Ég get ekki orða bundist lengur, ég segi það satt, að oft á tíðum hefur mér fundist ég vera hundeltur, glæpamaður eða „Mafíuósi“ eða svona eins og ég get ímyndað mér hvernig það er. Ég hef enga reynslu aðra en úr bíómyndum framleiddum í henni Hollywood, þegar ég segi það, eftir samskipti mín við þessa „Fiskistofu“ eða starfsmenn hennar. Hún er jú útávið ekkert annað en starfsfólkið ekki satt? Hvernig stendur á því að þessir menn eru ekki í Lögreglubúningum við störf sín. Lesendur góðir, það að þurfa að starfa undir oki „fiskistofu“ er ekkert grín.
...frekja, yfirgangur, valdhroki, og almenn ókurteisi...
Framganga þessara manna er oft á tíðum hreint með ólíkindum, frekja, yfirgangur, valdhroki, og almenn ókurteisi. Ég leyfi mér að benda á, samkvæmt sjómannalögum hefur skipstjóri í öllum efnum hið æðsta vald á skipinu. Sú staðreynd skiptir engu máli. Þeir eru svo yfir okkur hafnir að það þarf ekki einu sinni að lögskrá þá um borð, líkt og aðra áhafnarmeðlimi. Samt gegna þeir störfum oft sambærilegum og hjá öðrum áhafnarmeðlimum. Ég ætla ekki að nefna nein dæmi hér í þessum pistli en ég get fullvissað ykkur lesendur góðir að þau eru ærin. Ég skil ekki þessa framkomu. Vissulega er þetta einstaklingsbundið sem betur fer en, undantekningin sannar regluna ekki satt.
Ég efa að ákvarðanir Fiskistofu, oft á tíðum, standist alþjóðalög...
Ef að „Fiskistofa“ á að starfa í núverandi mynd þá geri ég það að tillögu minni að stofnunin heyri undir Dómsmálaráðuneytið líkt og Landhelgisgæslan. Með því tel ég þessa stofnun betur í stakk búna að takast á við þau verkefni sem að til falla með þeim hætti sem raunin er á í dag.
Eins og málum er fyrir komið í dag efast ég stórlega um störf stofnunarinnar. Ég efa að ákvarðanir hennar, oft á tíðum, standist alþjóðalög.
Við búum í lýðræðisríki með aðskilið dóms- og ákæruvald. En hvað gerir þessi stofnun trekk í trekk. Hún hikar ekki við að í sama bréfinu er manni birt ákæra og dómur og í öllum tilfellum kemur refsingin til framkvæmda strax. Svo er beðið dómsúrskurðar ef að um slíkt er að ræða, vegna þess að í sama bréfi er látið að því liggja, að ætla að sækja rétt sinn hjá dómstólum, stoði ekki neitt, vegna þess að þetta sé „Stjórnvaldsaðgerð“ ákvörðuninni verði ekki haggað. Ég geri það líka að tillögu minni að þetta fólk sem starfar undir „fiskistofu“ verði allt sent í Lögregluskóla ríkisins. Það er ekki vanþörf á. Þetta fólk eins og framganga mála er getur á engan hátt skilið á milli: óhappaverka, óviljaverka, og svo ásetningsbrota. Þetta fólk hefur einfaldlega ekki menntun til slíkra rannsókna. Þetta fyrirkomulag á málum okkar sjómanna gengur ekki lengur. Þetta kvótakerfi er búið að leggja líf alltof margra manna í rúst og ég tala nú ekki um mannorðið. Það hefur mörgum reynst þrautinni þyngri að endurreisa það.
Menn verða að opna augun fyrir því að þjóðin lifir á fiskveiðum og fiskvinslu
Við verðum að snúa þessari þróun mála við. Menn verða að opna augun fyrir því að þjóðin lifir á fiskveiðum og fiskvinslu; þetta er okkar auðlind, sem okkur ber að nýta til fulls, til hagsbóta öllum þegnum þessa lands, en ekki eins og þetta er í dag. Og það er staðreynd sem ekki er hægt að neita, að afrakstur auðlindarinnar fellur í hendur örfárra manna hér í þessu landi, sem svo halda öllu í „úlfakreppu“.
Ég þori líka að fullyrða það að þetta „kvótakerfi“ eins og það lítur út í dag er engum fjandsamlegra en einmitt þeim sem á annað borð eru að gera „ÚT“, af einhverri alvöru.
Ég skil ekkert í ykkur útgerðarmenn, eigendur á auðlind þjóðarinnar, að vilja ekki snúa þróun mála við. Við lifum ekki á því að „Vernda fisk. Við lifum á því að veiða fisk“.
...svigrúm til nýliðunnar í greinini er einfaldlega ekki gerleg við óbreytta „kvótalögjöf”.
Ég leyfi mér líka að benda á, ef það hefur farið framhjá fólki sem eitthvað hefur fylgst með málum tengdum sjávarútvegi, að „sjávarútvegsráðherra“ er jú dýralæknir.
Ég er ekkert hissa á því að ungt fólk vilji ekki orðið mennta sig til valda og áhrifa innan sjómannastéttarinar. Umræðan er oft með þvílíkum ólíkindum að halda mætti að þarna væru saman komnir allir helstu glæpamenn þjóðarinar, tómir þjófar og ræningar. Einnig það að svigrúm til nýliðunnar í greinini er einfaldlega ekki gerleg við óbreytta „kvótalögjöf”.
Ég vil minna sjómenn og fiskvinnslufólk á að það er að líða að kosningum, bæði til sveitastjórnar og Aþingis. Svo þarf nú annað slagið að kjósa til nýrrar forystu hjá okkar hagsmunafélögum.
Vald atkvæðaseðilsins er mikið, þetta vald verður seint af okkur tekið, vilji fólk á annað borð nýta það til breytinga. Ég vona að til þess þurfi ekki að koma. Ég vona svo sannarlega að þeir sem að mestu ráða um okkar hag sjái sér um hönd og beiti sér í þá átt að allir sitji við sama borð og að kökunni verði skipt réttlátlega á milli þeirra aðila sem að málinu koma.
Virðingarfyllst,
Gísli Hallgrímsson
skipstjóri, Suðurgötu 19 Keflavík