Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Húsnæði fyrir alla
  • Húsnæði fyrir alla
    Eygló Harðardóttir og Kristinn Þór Jakobsson.
Mánudagur 12. maí 2014 kl. 10:43

Húsnæði fyrir alla

Eygló Harðardóttir Félags- og húsnæðismálaráðherra fór yfir tillögur verkefnahóps um framtíðarskipan húsæðiskerfisins á fundi hjá Framsókn í Reykjanesbæ í sl. laugardag. 
 
Húsnæðisbætur og jafnræði
Eygló lagði áherslu á að í vinnu verkefnahópsins hefði áhersla verið lögð á sem víðtækast samráð við þá sem koma að húsnæðismálum. Hópurinn hefði lagt fram tillögur sem nú væri verið að meta og skoða hvernig hægt væri að koma í framkvæmd. 
 
Meðal þess sem verið er að fara yfir nú er að breyta núverandi rekstrarfyrirkomulagi Íbúðalánasjóðs, koma á húsnæðisbótum þ.e. að fólk fengi húsnæðisbætur hvort sem það væri að leigja eða kaupa íbúð. Nú fá leigjendur svokallaðar húsaleigubætur og kaupendur vaxtabætur en til að gæta meira jafnræðis þá er stefnan að báðir hópar fái húsnæðisbætur.  
 
Hvatar til húsnæðissparnaðar
Verið er að skoða að séreignasparnað yrði varanlega hægt að greiða inn á höfuðstól lána og einnig er mikilvægt að komið verði á hvötum fyrir húsnæðissparnað. En þess má geta að nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga sem felur í sér skattaafslátt vegna húsnæðissparnaður. Fyrsti flutningsmaður þess er Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknar og meðal meðflutningsmanna er Silja Dögg Gunnarsdóttir: 
 
„Íslendingar geta sparað en hingað til hafa réttir hvatar kannski ekki verið til staðar. Það myndi breyta miklu ef ungt fólk ætti fyrir útborgun þegar það keypti sér sína fyrstu íbúð. Ef fólk kýs að kaupa ekki íbúð heldur leigja, þá mætti hugsa sér að sparnaðinn væri hægt að nota sem tryggingu fyrir leigu, en það reynist mörgum erfitt að reiða fram 3-6 mánaða leigu sem tryggingu þegar fólk flytur úr foreldrahúsum,” sagði Eygló á fundinum.
 
Húsnæðissamvinnufélög væri góð lausn
Húsnæðissamvinnufélög er leið sem gæti hentað mörgum að sögn Eyglóar og þarf að skoða nánar, lífeyrissjóðir, félagasamtök, verkalýðsfélög og fleiri gætu t.d. komið að stofnun slíkra félaga og þannig væri hægt að tryggja fólki öruggt húsnæð á góðum kjörum. “Ég hef oft talað um “Breiðholtsleiðina” og þá á ég ekki við að við eigum að byggja nýtt Breiðholt, heldur fara þá leið sem farin var. Að félög taki sig saman og byggi upp íbúðir eins og gert var í Breiðholtinu”, sagði Eygló.  
Niðurstaða verkefnahópsins er að stefna beri á að bjóða aðeins upp á óverðtryggð neytendalán til húsnæðiskaupa.
 
Tómar íbúðir um allan bæ
Mjög fjörugar umræður urðu á fundinum. Fundarmenn höfðu allir sterka skoðanir á núverandi stöðu húsnæðismála á Suðurnesjum og sammála um að tillögur verkefnahóps yrðu til mikilla bóta en ráðherra hyggst leggja fram frumvörp á haustþingi sem í samræmi við þessar niðurstöður.
 
Brýnt er að finna lausnir og tryggja íbúum á Reykjanesi og um land allt, öruggt og heilnæmt húsnæði á sanngjörnum kjörum.  Ástandið á húsnæðismarkaði  er orðið mjög alvarlegt á svæðinu. Hér stendur mikið af húsnæði autt en á sama tíma er eftirspurn eftir leiguhúsnæði mjög mikil.
 
Eygló Harðardóttir tók undir með fundarmönnum að leysa þyrfti þess mál hið fyrsta með þeim lausnum sem ríkis- og sveitarstjórnir stæðu til boða innan ramma laga og reglna.

(Tilkynning frá Framsóknarflokknum í Reykjanesbæ)
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024