Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 22. apríl 2003 kl. 09:43

Húsið á Vatnsnesi - annar hluti

Fyrir skömmu drap ég á það hér að frést hefði að húsið á Vatnsnesi væri ónýtt. Á meðan ég var við gæslu í safninu, sem er í húsinu, fylgdist ég með því hvernig húsið lét stöðugt meira á sjá utan sem innan. En varla hefur verið drepið pensli á húsið innanvert að neinu marki frá því að bærinn eignaðist húsið 1974. Að utan var húsið málað sæmilega, en lengra hefur venjulegt viðhald hússins varla náð þann mannsaldur sem bærinn hefur átt það. Skömmu fyrir kosningar 1998 uppgötvaði ég lekann í kjallaranum og setti hann í samband við þakið sem þá var að verða gegnryðgað á þakinu sjávarmegin. Frá þessum tíma og þar til álið var loks sett á þakið þarna megin síðla hausts eða undir lok árs 1999 flóðlak þakið svo að klæðning í þakinu og austur vegg er ónýt. Járnið ryðgaði svo ört þetta ár að ég sá hvernig götin mynduðust eitt af öðru. Þegar vatnsflóðið varð mest haustið 1998, var engu líkara en að húsið væri að leysast upp svo örar urðu skemmdirnar.
Að vestanverðu virtist þakið skárra framan af, og göt þar voru ekki sýnileg nema sunnan við kvistinn, þar var stórt gat sem stækkaði stöðugt , uns þakið var loks lagað þar síðla árs 2000. Þá var búið að leka þar inn í klæðninguna og vísast inn á háaloftið, a.m.k. á annað ár. Þegar ég sá lekann í kjallaranum 1998 var löngu ljóst hvert stefndi, en engin gerði neitt og ég undraðist það.
Viðhaldi hússins, hvað þá viðgerðum hefur alla tíð verið frestað ár eftir ár, áratug eftir áratug sökum annarra verkefna bæjartins. Lengur verður varla beðið. Skemmdir í veggjunum og einangrun hljóta að valda raka sem hæglega getur eyðilagt muni og myndir í safninu. Virðist nú illa komið fyrir byggðarsafninu nema að málin verði leyst sem fyrst.

Skúli Magnússon
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024