Hundahald til fyrirmyndar
Hundaræktarfélag Íslands stendur fyrir hundagöngu í Reykjavík, Akureyri og Keflavík, laugardaginn 1. nóvember. Gangan hefst í á öllum stöðum kl. 13:30. Í Keflavík verður mæting við pósthúsið og lagt af stað kl. 13:30. Gengið verður upp Flugvallarveg, síðan eftir Hringbrautinni, beygt niður Vesturbraut, síðan Kirkjuteig og áfram Sólvallagötuna að Flugvallarvegi. Gangan endar á pósthúsinu. Markmið göngunnar er að vekja fólk til umhugsunar um það að hundar eru komnir til að búa í borgum og bæjum og flestir eru ábyrgir hundaeigendur.
Hundaeigendur mætum í gönguna og vekjum athygli á jákvæðu, ábyrgu hundahaldi. Allir með poka meðferðis.
Hundaeigendur mætum í gönguna og vekjum athygli á jákvæðu, ábyrgu hundahaldi. Allir með poka meðferðis.