Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 26. október 2006 kl. 09:01

Hugsjónir og mikilvæg reynsla

Laugardaginn 4. nóvember nk. fer fram prófkjör Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Prófkjörið er opið öllum kosningabærum íbúum kjördæmisins. Mikilvægt er að allir sem vettlingi geta valdið taki þátt, því þátttakendur í prófkjörinu munu velja fólk í efstu fimm sætin á lista Samfylkingarinnar fyrir Alþingiskosningarnar næsta vor.
Ég gef kost á mér í 3.-5. sæti á listanum en vonast eftir stuðningi í 3. sætið. Meginástæða þess að ég gerist svo djarfur er ósvikinn áhugi á þjóðfélagsmálum og mikilvæg reynsla sem ég hef aflað mér með starfi að félagsmálum um langa hríð, t.d. sem þátttakandi, þjálfari og forystumaður innan íþróttahreyfingarinnar, og í stjórnmálum síðan 2002 þegar ég var kjörinn bæjarfulltrúi í Árborg. Ég lít á sjálfan mig sem hugsjónamann sem ekki er víst að rekist alltaf sauðtryggur innan flokkskerfis. Sjálfsagt er það einhverjum þyrnir í augum en ég tel þann bekk ekki ofsetinn á Alþingi. Helstu áherslumálin eru menntamál, efling sveitarstjórnarstigsins, velferðarmál, umhverfismál, landbúnaðarmál og æskulýðsmál. Einnig hef ég mikinn áhuga á umræðu um siðferði í stjórnmálum, t.d. áhrif fjármagns og auglýsinga á árangur fólks og þar með á lýðræðið. Í stuttri blaðagrein er ekki hægt að gera grein fyrir öllum sjónarmiðum en jöfnuður og réttlæti liggja þeim til grundvallar. Ég bendi á nánari umfjöllun á heimasíðu minni, www.gylfithorkels.net.

Gylfi er framhaldsskólakennari og bæjarfulltrúi í Árborg
Gylfi Þorkelsson býður sig fram í 3.-5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024